Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Eduardo Amorim framlengir við Györi

Amorim.jpg

Ungverska stórliðið tilkynnti nú í dag að hin brasilíska Euardo Amorim hafi ákveðið að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Amorim hefur verið í herbúðum ungverska liðsins síðan 2009 og hefur unnið Meistaradeild kvenna fjórum sinnum með liðinu.

"Það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að enda minn feril hjá Györ. Ég er þakklát stjórn félagsins fyrir að hafa trú á mér í tvö ár í viðbót, þannig ég er mjög glöð núna. Það að sigra Meistaradeildina á síðustu leiktíð veitti mér mikinn innblástur þannig ég ákvað að halda áfram í handbolta næstu 2 árin og mig langar til þess að vinna Meistaradeildina aftur. Það var auðveld ákvöðrun að semja aftur við besta lið Evrópu", sagði Amorim við undirritunina.

Hér í spilaranum má sjá brot af því besta af Amorim í búningi Györi