Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Fimm leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í dag. Ríkjandi meistarar í Györ sýndu styrk sinn þegar þær sigruðu Krim 39-23 á heimavelli. Györ var með 83% sóknarnýtingu í leiknum eitthvað sem gerist ekki í hverjum leik. Stórskotalið Brest hélt til Danmerkur til þess að spila gegn Kaupmannahöfn þar sem heimastúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan sigur 32-38. Ambros Martin og stúlkurnar hans í Rostov-Don tóku á móti Savehof og unnu þæginlegan níu marka sigur 30-21. Buducnost sigraði nýliðana í Odense 31-28 á heimavelli. Vipers og Bietigheim gerðu svo jafnefli 27-27. Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun með tveimur leikjum. Thuringer tekur á móti Podravka og Metz mætir Larvik og verður sá leikur sýndur beint á www.sporttv.is og hefst hann kl 13.00.
Öll úrslit dagsins
EHF Meistaradeild kvenna | A-riðill
Buducnost 31-28 Odense (17-12)
EHF Meistaradeild kvenna | B-riðill
Rostov-Don 30-21 Savehof (15-11)
Kobenhavn Handball 32-28 Brest (16-18)
EHF Meistaradeild kvenna | C-riðill
Györ 39-23 Krim (18-9)
EHF Meistaradeild kvenna | D-riðill
Vipers 27-27 Bietigheim (14-15)