Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Hvað lærðum við eftir 1.umferð

Nú þegar önnur umferðin í Meistaradeild kvenna nálgast er ekki úr vegi að fara yfir þá 5 punkta sem við lærðum í fyrstu umferðinni. Sóknarleikur liðanna var frábær en það verður að hafa það í huga að þetta er rétt að byrja. Györ stefnir hraðbyr að setja nýtt met í sigurgöngu sinni á meðan franska liðið Brest hikstaði í byrjun.

Hér eru þeir fimm punktar sem lærðum

  1. Aldrei fleiri mörk skorðu í fyrstu umferð.

Það er oft talað um að vörn vinni titla en leikirnir í fyrstu umferðinni báru sóknarleik liðanna fagurt vitni. Það voru skoruð 458 mörk í þessum átta leikjum sem er það mesta sem hefur verið skorað í fyrstu umferð riðlakeppninnar í níu ár. Á síðustu leiktíð voru skoruð 420 mörk. Györ og CSM voru þau lið sem skoruðu mest um síðustu helgi eða 39 og 36 mörk. En það sem kom skemmtilegast á óvart að lið eins og Buducnost og Rostov-Don, sem eru þekktari fyrir góðan varnarleik skoruðu yfir 30 mörk.

  1. Cristina Neagu er mætt til leiks

Keppnin um markadrottingar titilinn gæti orðið hörð á milli bestu leikmanna deildarinnar. Á síðasta tímabili skoraði Christina Neagu 110 mörk í 16 leikjum við CSM sýndi að hún ætlar sér að vera með í þeirri baráttu frá upphafi. Hún skoraði 9 mörk í leiknum gegn FTC, jafnmörg mörk og Ana Gros og Sladana Pop-Lazic skoruðu fyrir Brest gegn Kaupmannahöfn.

  1. Sigurvegarar forkeppninnar stóðust prófið

Tvö lið fengu keppnisrétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna forkeppnina. Bietigheim vann sinn riðil auðveldlega á meðan Podravka sigruðu SCM Craiova eftir æsispennandi úrslitaleik. Bæði þessi lið fengu stig í fyrstu umferðinni, Podravka sigraði Thüringer 28-26 á meðan Bietigheim gerði jafntefli við Vipers 27-27.

  1. Er Györ ósigrandi?

Ríkjandi meistarar eru nánast með nýtt lið á þessu tímabili með nýjan þjálfara við stjórnvölinn. þeirra lengsta sigurganga í Meistaradeildinni voru 22 leikir án taps frá maí 2013 til nóvember 2014. Þær hafa nú ekki tapað í 10 leikjum í röð og er í raun erfitt að sjá hvaða lið í C-riðlinum muni ná að stöðva þá sigurgöngu. Danyi þjálfari Györ fær líka hrós fyrir að leyfa hinni 16 ára Laua Kurthi að fá sínar fyrstu mínútur í Meistaradeildinni þar sem hún skoraði 1 mark í leiknum á móti Krim.

  1. Byrjunarörðuleikar hjá Brest

Í eins sterkum riðli er hvert stig mikilvægt og hvert tap gæti orðið dýrt þegar upp er staðið. Það var einmitt málið hjá Brest þegar féllu á prófinu gegn Kaupmannahöfn í fyrstu umferð. Brest setti sér háleit markmið fyrir tímabilið sem sást best í þeim leikmönnum sem þær fengu til félagsins í sumar. En veikleikar liðsins komu greinilega í ljós í þessum leik, sérstaklega varnarlega en liðið fékk á sig 32 mörk. Liðið á erfiðan leik fyrir hönum í næstu umferð þegar þær mæta Rostov-Don þar sem þær mega ekki misstíga sig ef þær ætla sér að ná öðru af topp sætunum í riðlinum.