Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Isabelle Gulldén: "Ég flutti ekki hingað vegna peninga"

Gulldén.jpg

Sænska landsliðskonan Isabelle Gulldén sem er af mörgum talin vera ein af bestu handknattleikskonum heims, ákvað fyrr í sumar að hafa vistaskipti frá rúmenska félaginu CSM Búkarest yfir til franska félagsins Brest. Miklar sögusagnir fóru í gang í kjölfar frétta af þessum félagaskiptum um það að hún yrði launahæsti leikmaður í sögu kvennahandboltans og heyrðust tölur eins og þrjár milljónir sænskar króna í árslaun (rúmar 38 milljónir íslenskra króna). Gulldén var í spjalli við SVT sport í Svíþjóð þar sem meðal annars var farið yfir þessar sögusagnir.

Eftir að hafa orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku og Rúmeníu ákvað Gulldén að freista gæfunnar í Frakklandi þar sem það hefur reynst mikil áskorun að aðlagast hlutum þar í landi. "Það er allt önnur menning hér og í upphafi var ég í miklum erfiðleikum með tungumálið," sagði Gulldén í viðtali við SVT Sport.

"Hér fer allt fram á frönsku á æfingum þannig það getur verið erfitt að skilja hvað eigi að gera á æfingum sem og liðsfundirnir hafa verið erfiðir. Samskiptin hafa verið stærsta áskorunin hingað til."

8-liða úrslit í Meistaradeildinni markmiðið

Brest er félag sem er með háleit markmið og er í raun ótrúlegt að aðeins þremur árum eftir að þær komust uppí frönsku úrvalsdeildina hefur það náð að festa sig í sessi sem eitt af topp félögum álfunnar.

"Okkar aðalmarkmið er að vinna frönsku deildina. Við náum kannski ekki að vinna Meistaradeildina, en það er okkar markmið að komast í 8-liða úrslitin", sagði Gulldén sem líkar mjög við framtíðarplön félagsins. "Mér leið mjög vel í Búkarest en á síðust leiktíð fannst mér mig vanta eitthvað nýtt. Hér eru plön um að ná að vinna Meistaradeildina í framtíðinni og mér líkar við þann metnað."

Kom ekki hingað vegna peninga

Ásamt háleitum markmiðum, Brest gat boðið háar fjárhæðir. Allavega ef þú trúir því sem einn virtasti fjölmiðlamaður Rúmeníu skrifaði um að Gulldén yrði launahæsti leikmaður heims við vistaskptin til Frakklands. Samkvæmt honum er Gulldén að fá um 38 milljónir króna í árslaun.

"Það var mikið talað og skrifað um þetta. Þú ræður hverju þú trúir en ég ákvað ekki að koma hingað vegna peninga."

Þú hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum. Hvað getur þú gert betur?

"Maður getur alltaf bætt sig. Það er nú farið að síga á seinni hlutann á ferlinum hjá mér en ég legg mikið á mig til þess að halda í við yngri leikmennina á æfingum. Ég vonast til að þróa mig meira sem leikmann. Það eru fullt af leikþáttum sem ég þarf að vinna í.

Dreymir um að vinna til gullverðlauna með sænska landsliðinu

Þessi frábæra handknattleikskona hefur eins og áður segir unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum en henni hefur ekki enn tekist að vinna til gullverðlauna með landsliðinu.

Ég vona að það komi til þess. Kannski ekki á þessu ári en vonandi í framtíðinni. Að vinna til gullverðlauna fyrir þjóð sína er eitthvað sem alla dreymir um.

Hún fær fljótlega tækifæri til þess að láta draum sinn rætast þegar að Evrópumótið fer fram í Frakklandi í nóvember næst komandi.

Það verður gaman. Við spiluðum vel á síðasta stórmóti á síðasta ári og við vonumst til að geta haldið áfram að þróast. Við munum líklega hafa sama hóp á næsta móti og það er alltaf gott. Við munum æfa vel með það að markmiði að vinna til verðlauna, sagði Gulldén.