Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Isabelle Gullden ólétt

Gulldén.jpg

Sænska handknattleikskonan Isabelle Gulldén tilkynnti það í dag að hún og unnusti hennar, Linus Person ættu von á barni um miðjan júlí. Gulldén hefur verið í fríi frá handbolta vegna persónulegra ástæðna frá því að EM kvenna lauk nú í desember og nú hefur eins og áður segir komið í ljós hver sú ástæða sé.

"Þetta var mjög óvænt en við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með þetta",sagði Gulldén við vefsíðuna Handbollslandslaget.se

Eins og áður segir þá á hún að eiga um miðjan júlí og hafa þau opinberað að um von sé á dreng. Gulldén er samningsbundin Brest til tveggja ára í viðbót og ætlar hún sér að standa við þann samning. "Auðvitað er erfitt að segja til um það núna hvað mun gerast í framtíðinni en ég vona að þetta muni framlengja ferli mínum. Líkaminn er mjög þreyttur núna og þarfnast hvíldar frá handboltanum, en mínar vonir og langanir eru klárlega þær að ég muni spila handbolta á nýjan leik. En núna er mín einbeiting öll á þessu verkefni og það er ómögulegt að segja til um það núna hvort að HM í desember sé raunhæfur kostur. Ég set ekki markið á það núna en það verður klárlega bónus ef að það næst", sagði Gulldén.