Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Katarina Bulatovic: "Það er gott að vera komin heim"

bulatovic.jpg

Katarina Bulatovic sem er af mörgum talin ein besta hægri skytta heims í kvennahandboltanum ákvað nokkuð óvænt að yfirgefa Rostov-Don og ganga til liðs við Buducnost í þriðja sinn á sínum ferli. Vefmiðillinn stregspiller.com settist niður með henni og fór yfir dapurt tímabil með rússneska félaginu sem og hvað væri svo sérstakt við Buducnost.

Svartfellska liðið virtist vera að liðast í sundur í lok tímabilsins 2016/2017 þegar að leikmenn eins og Katarina Bulatovic, Cristina Neagu, Dragana Vvijic og Kinga Achruk ákváðu að yfirgefa félagið. En þrátt fyrir þær hrakspár stóð félagið þær af sér og komust meira segja alla leið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Það voru miklar væntingar hjá Rostov-Don þegar að þessi frábæri leikmaður ákvað að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. En því miður gekk samstarfið ekki sem skildi einhverra hluta vegna og komust báðir aðilar að samkomulagi um að enda samstarfið eftir aðeins eitt ár.

"Rostov-Don virtist vera staður þar sem ég gæti náð markmiðum mínum á þeim tíma. Félagið passaði vel við minn metnað þar sem ég er enn hungruð í að vinna titla. En því miður var ég í töluverðum vandræðum með öxlina á mér, og ég er þakklát Rostov-Don fyrir að leyfa mér að fara þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningnum. Það gaf mér tækifæri á að snúa aftur til Buducnost og ég er mjög ánægð með það. Nú er öxlin öll að koma til og mig hlakkar til að hjálpa Buducnost að komast á toppinn aftur", sagði Bulatovic við stregspiller.com.

Erfitt ár

Á margan hátt var dvöl mín hjá Rostov-Don góð, þrátt fyrir að geta ekki spilað eins mikið og ég hefði viljað. Þegar allt er tekið saman þá var þetta mjög erfitt ár. Félagið var með metnað til þess að vinna Meistaradeildina ásamt því að vinna rússnesku deildina. En þar sem rússneska deildin er mjög erfið þá reyndist mjög erfitt að ná þessum markmiðum. Ásamt því að það að spila í þessari deild þýði mjög löng ferðalög í útileik sem getur verið mjög erfitt bæði andlega og líkamlega. Miðað við þetta allt þá er ég mjög glöð að vera komin aftur til Buducnost, þrátt fyrir að liðið hafi breyst mikið frá því ég var hérna síðast."

Sú staðreynd að þetta sé í þriðja skiptið sem hún skiptir til Buducnost, fyrst árið 2008 þegar hún kom frá danska liðinu Slagelse DT. Svo spilaði hún eitt tímabil með rúmenska liðinu Oltchim Valeca og eitt ár með Györ áður en hún snéri aftur til Buducnost á nýjan leik. Þá erum við forvitin um hvað það sé sem dregur hana aftur og aftur til Buducnost?

Ég er Svartfellingur svo líklega er það að mér líður mjög vel að spila með svarfellsku liði og mér hefur alltaf fundist ég eiga heima í Buducnost. Það á einnig við núna, þrátt fyrir að félagði hafi gengið í gegnum miklar breytingar. En þrátt fyrir það er þjálfarinn sá hinn sami, Dragan Adzic, og sumir af fyrrum leikmönnum félagins hafa einnig snúið tilbaka. Við erum með góða blöndu af reyndum leikmönnum og ungum og efnilegum leikmönnum."

Aldur skiptir engu máli

Þessir reynslumiklu leikmenn sem Bulatovic vitnar í eru markvörðurinn, Marina Rajcic, sem kemur frá franska liðinu Metz og Anjela Bulatovic sem kemur frá ungverska liðinu Érd. Þrátt fyrir þá staðreynd að Katarina Bulatovic verður 34 ára fljótlega vill hún ekki hugsa mikið um aldurinn.

Ég hugsa ekki mikið um að ég sé ein af þeim eldri eða reyndari leikmönnunum í liðinu og ég hugsa ekki að ég verði að vera leiðtoginn útaf því hversu gömul ég er. Ég vil bara spila minn leik og líða vel með það og að sjálfsögðu vil ég hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Ég viðurkenni að ég myndi gjarnan komast aftur í Final4 í Meistaradeildinni með Buducnost."

Bulatovic er enn hungruð í að vinna Meistaradeildina. En hún hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, 2007 með Slagelse, 2014 með Györ og tvisvar sinnum með Buducnost árin 2012 og 2015.

"Einn af mínum draumum er að komast í Final4 með Buducnost einu sinni og ég er sannfærð um að það sé mögulegt. Við erum með metnaðarfullan þjálfara sem trúir á verkefnið sem og við erum með góða blöndu af reynslu og efnilegum leikmönnum, svo hvers vegna ættum við ekki að eiga möguleika á þessu tímabili. Auðvitað veit ég að það eru mörg góð lið í Meistaradeildinni í ár, en ég held að trúin geti fleytt okkur langt. Auk þess eigum við frábæra stuðningsmenn."

"Að mínu mati eru tvö lið sigurstranglegust í keppnni í ár, CSM Búkarest og Györ, bæði félög ætla sér að vinna titilinn. En þar sem Vardar er hætt er leiðin í Final4 aðeins auðveldari. Til þess að þetta gangi upp þurfum við að ná góðum úrslitum í riðlakeppninni og ég trúi að við eigum góða möguleika á því. Ég er allavega tilbúin til þess að berjast fyrir því með öllu sem ég á. Það er bara yndislegt að vera komin tilbaka", sagði Katarina Bulatovic.