Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Leikmenn Györ fjölmennar í úrvalsliði þjálfara

Síðustu þrjú ár hefur verið hefð fyrir því að vefmiðillinn ehfcl.com biðji þjálfara allra liða sem taka þátt í Meistaradeild kvenna um að velja úrvalslið. En keppni í Meistaradeildinni hefst á föstudaginn. Alls voru það 14 þjálfarar sem tóku þátt að þessu sinni þar sem þeir gátu tilnefnt einn leikmann í hverja stöðu ásamt því að velja þann heimavöll sem væri með mestu stemninguna. Auk þess völdu þeir þá þrjá þjálfara sem þeir telja vera besta.

Leikemenn Györ eru áberandi í vali þjálfaranna að þessu þessu sinni. Þær Eduarda Amorim og Amandine Laynaud fengu fullt hús stiga í sínum stöðum. En kosningin um þjálfararnn og heimavöllinn var frekar afgerandi að þessu sinni. Ambros Martin, þjálfari Rostov-Don var hlutskarpastur með 13 atkvæði og Audi Arena, heimavöllur Györ hlaut 12 atkvæði í kosningunni um besta heimavöllinn.

Györ og Rostov-Don eiga leikmenn á toppnum í öllum stöðum. Györ hefur meira segja leikmenn í tveimur efstu sætunum í tveimur stöðum, með þær Amandine Leynaud og Kari Grimsbø sem tvo bestu markmennina og Stine Oftedal og Nycke Groot sem tvo bestu miðjumennina. Í tveimur stöðum urðu tveir leikmenn með jafn mörg atkvæði. Nora Mørk (Györ) og Anna Vyakhireva (Rostov) eru jafnar í hægri skyttunni og Yvetta Broch (Györ) og Dragana Cvijic (CSM Búkarest) deila stöðu línumanns.

Þær Mørk og Broch eru einu leikmennirnir sem voru einnig í liðinu í fyrra. Þrátt fyrir að Broch hafi tilkynnt það að hún ætli að taka sér frí frá handbolta í óákveðinn tíma er hún á leikmannalista Györ og því er hún gjaldgengi í þessu vali. Hornamennirnir eru greinilega sterkasta vopn Rostov-Don að mati þjálfaranna en Iuliia Managarova var valin besti hægri hornamaðurinn og Polina Kuznetsova besti vinstri hornamaðurinn.

Með nýjum liðum í Meistaradeildinni koma ný nöfn inná listann þetta árið og þar á meðal dönsku þjálfararnir, Jan Pytlick (Odense) og Claus Mogensen (Kobenhavn).

Hér má sjá úrvalslið Meistaradeildarkvenna að mati þjálfaranna

Markmenn:

 1. Amandine Leynaud (Györ) 7 atvkæði
 2. Kari Grimsbø (Györ) 4 atkvæði
 3. Katrine Lunde (Kristiansand), Blanka Biro (FTC) og Jelena Grubisic (CSM) allar með 1 atkvæði

Vinstra horn:

 1. Polina Kuznetsova (Rostov) 4 atkvæði
 2. Anita Görbicz (Györ) 3 atkvæði
 3. Thea Mørk (Köbenhavn), Manon Houette (Metz) 2 atkvæði
 4. Majda Mehmedovic (CSM), Nadine Schatzl (FTC) 1 atkvæði

Vinstri skytta:

 1. Eduarda Amorim (Györ) 7 atkvæði
 2. Cristina Neagu (CSM) 6 atkvæði

Miðjumaður:

 1. Stine Oftedal (Györ) 7 atkvæði
 2. Nycke Groot (Györ) 5 atkvæði
 3. Isabelle Gulldén (Brest), Iveta Luzumova (THC), Daria Dimtrieva (Rostov) 1 atkvæði

Hægri skytta:

 1. Nora Mørk (Györ), Anna Vyakhireva (Rostov) 5 atkvæði
 2. Ana Gros (Brest) 3 atkvæði
 3. Nera Pena (FTC) 1 atkvæði

Hægra horn:

 1. Iuliia Managarova (Rostov) 6 atkvæði
 2. Jovanka Radicevic (CSM) 5 atkvæði
 3. Amanda Kurtovic (CSM), Iulia Curea (CSM) 1 atkvæði

Línumaður:

 1. Yvette Broch (Györ), Dragana Cvijic (CSM) 4 atvkæði
 2. Kari Bratsett (Györ) 3 atkvæði
 3. Tatjana Brnovic (Buducnost) 2 atkvæði
 4. Katrine Heindahl (Odense) 1 atkvæði

Þjálfari:

 1. Ambros Martin (Rostov) 13 atkvæði
 2. Dragan Adzic (Buducnost) 8 atkvæði
 3. Magnus Johannson (CSM), Emmanuel Mayonnade (Metz) 3 atkvæði
 4. Jan Pytlick (Odense), Claus Mogensen (Köbenhavn), Herbert Müller (THC), Ole Gjekstad (Larvik), Gabor Elek (FTC) 2 atkvæði

Heimavöllur:

 1. Audi Arena (Györ) 12 atkvæði
 2. Palis Omnisports Les Arenes (Metz) 2 atkvæði
 3. Dabas OBO Arena (FTC), SC Moraca (Buducnost) 1 atkvæði