Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Magnus Johansson rekinn frá CSM Búkarest

Rúmenska félagið CSM Búkarest tilkynnti um það í dag að þjálfara liðsins, Magnus Johansson hefði verið sagt upp. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar slæms gengi liðsins að undanförnu en CSM tapaði gegn Válcea í deildinni og gegn Bietigheim í Meistaradeildinni á síðustu dögum. Magnus var aðeins þjálfari liðsins í þrjá og hálfan mánuð en hann þjálfaði áður norska liðið Molde. Adrian Vasile aðstoðarþjálfari liðsins mun taka við þjálfun liðsins tímabundið eða þar til nýr þjálfari hefur verið fundinn, fréttir frá Rúmeníu herma að félagði ætli sér að finna þjálfara frá balkanskaganum að þessu sinni. Magnus er níundi þjálfarinn sem hættir með liðið á síðustu fjórum árum þannig að óhætt er að segja að þetta sé ekki öruggasta starfið í handboltaheiminum.

Þjálfarasaga CSM Búkarest

Febrúar 2014: Lucian Ghiulai

Feb.2014 - sept 2015: Mette Klit

Sept 2015 - Maí 2016: Kim Rasmussen

Maí-Nóv 2016: Jakob Vestergaard

Nóv 2016 - Apr 2017: Aurelian Rosca

Apr 2017 - Jún 2017: Per Johansson

Jún 2017 - Mars 2018: Helle Thomsen

Mars 2018 - Jún 2018: Per Johansson

Júl 2018 - Okt 2018: Magnus Johansson