Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Tveir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í dag þegar að Metz og Larvik áttust við annars vegar og Thuringer og Podravka hinsvegar. Podravka gerði sér lítið fyrir og sigraði þýska liðið á þeirra heimavelli 28-26 eftir að hafa náð mest sex marka forystu í leiknum. Þessi stig gætu reynst mjög mikilvæg í baráttu þessara liða um að ná sæti í milliriðlum. Metz tók á móti norska liðinu Larvik og það skemmst frá því að segja að þær norsku áttu aldrei möguleika í leiknum. Laura Glauser, markvörður Metz átti stórleik en hún varði 15 skot í leiknum og var í raun munurinn á liðunum. Metz vann öruggan níu marka sigur 31-20 eftir að hafa verið 16-8 yfir í hálfleik.
EHF Meistaradeild kvenna | A-riðill
Metz 31-20 Larvik (16-8)
Staðan í A-riðli
EHF Meistaradeild kvenna | B-riðill | Staðan
EHF Meistaradeild kvenna | C-riðill
Thuringer 26-28 Podravka (11-12)
Staðan í C-riðli
EHF Meistaradeild kvenna | D-riðill | Staðan