Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Mia Rej með slitið krossband

Danska liðið Köbenhavn Handball staðfesti í dag að Mia Rej leikmaður félagsins væri með slitið krossband en hún meiddist í æfingarmóti með danska landsliðinu um síðustu helgi. Það er því ljóst að hún mun vera frá keppni í 6-12 mánuði.

Hér er má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni

Því miður þurfum við að tilkynna það að Mia Rej sleit krossband í leik með danska landsliðinu síðastliðinn laugardag. Þessar fréttir fékk félagið eftir að Nikolaj Rindom, læknir landsliðsins og Solbjerg Klinik læknir félagsins höfðu skoðað niðurstöður segulómunar sem staðfesti að krossband í hægra hné væri slitið."Hugur okkar er hjá Miu. Það er alltaf vont að horfa uppá þessi slys. Mia hefur þurft að ganga í gegnum þetta áður sem er alltaf slæmt. Hún hefur lagt hart að sér og spilað virkilega vel til þess að geta tekið þátt í framtíðarverkefnum hjá félaginu og landsliðinu. Við stöndum öll við bakið á henni, og við vitum að hún er fæddur sigurvegari þannig hún mun koma tvíelfd tilbaka", sagði Claus Mogensen þjálfari liðsins.

"Því miður komu þessar fréttir mér ekki á óvart og þetta er mjög þungbært. Draumar mínir um að spila í Meistaradeildinni og á stórmóti með landsliðinu eru brostnir. Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég mun leggja mikið á mig til að koma tilbaka. En það þarf að gerast í litlum skrefum, fyrsta er að komast í gegnum aðgerðina og eftir það þarf að setja markmið. Ég er leið yfir því að geta bara hjálpað liðinu frá hliðarlínunni en ég veit að þau styðja við mig", sagði Mia Rej.