Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Noémi Háfra framlengir til ársins 2021

Ungverska félagið FTC tilkynnti nú á dögunum að hin unga og efnilega Noémi Háfra hafi ákveðið að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2021. Forráðarmenn FTC voru að vonum ánægðir með þessa ákvörðun Háfra en hún er ein efnilegasta handknattleikskona álfunnar."Það er mjög ánægjulegt að geta tilkynnt um þessa ákvörðun Háfra en það var okkur mikið kappsmál að klára þetta mál sem fyrst. Háfra komst í aðalliðið hjá okkur sumarið 2017 sem gríðarlegt efni en núna stefnir í að hún verði eins sú besta í greininni. Við gátum ekki hugsað okkur að hún myndi fara í eitthvað annað félag", sagði framkvæmdarstjóri FTC.

Eftir að við settumst niður gat ég ekki hugsað mér neitt annað félag sem ég vildi vera í heldur en FTC. Ég gaf strax til kynna að ég vildi vera hér áfram. Mér líkar allt í kringum félagið, þjálfarann og samherja mína svo það var enginn efi í mínum huga", sagði Noémi Háfra.