Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Nora Mörk frá í 6 mánuði

Nora Mörk fékk í dag þær fréttir sem hún óttaðist mest eftir hnéaðgerðina sem hún þurfti að gangast undir. Í ljós kom að liðþófinn væri mjög illa farinn og verður hún frá keppni í 6 mánuði. Því er ljóst að hún mun ekki taka þátt á EM núna í desember með norska landsliðinu. Þá er einnig ljóst að hún mun spila lítið sem ekkert með félagsliði sínu Györ það sem erftir af þessu tímabili.

"Það er mikilvægt fyrir hana að nota tímann núna til þess að hugsa um eitthvað annað en handbolta. Hún verður að taka viku fyrir viku og setja markið á að vera klár í byrjun næsta tímabils. Ég virkilega vona að hún finni kraft og vilja til þess að koma til baka einu sinni enn", sagði Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í viðtali við TV2.