Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Nora Mørk semur við CSM Búkarest

IMG_4675_Mork_465_gyor.jpg

Rúmenska liðið CSM Búkarest tilkynnti í dag um það að félagið hefði samið við norsku landsliðskonuna Noru Mørk og er samningurinn til tveggja ára. Nora sem hefur ekki spilað handbolta síðan í febrúar 2018 vegna hnémeiðsla ætti að vera öllum handboltaunnendum kunn en hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna í handknattleik, þar með talið Meistaradeild kvenna þrisvar sinnum. Þessi samningur gerir hana að dýrasta leikmanni heims.

"Ég er gríðarlega mótíveruð í því að koma mér út á handboltavöllinn á nýjan leik til þess að geta þróað mig sem leikmann og til þess að halda ferli mínum áfram með sumum af bestu handboltakonum heims. Ég hef gríðarlegar væntingar til liðsins og trúi að við getum gert flotta hluti saman á næstu leiktíðum", skrifaði Nora á Instagram síðu sína þar sem hún staðfesti vistaskiptin.

Nora Mørk kemur til með að fylla það skarð sem Amanda Kurtovic skilur eftir sig en hún ákvað á dögunum að skipta yfir í Györ.