Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Nora Mørk yfirgefur Györ

Nora Mörk.jpg

Norska handknattleikskonan Nora Mørk hefur ákveði að framlengja ekki samningi sínum við ungverska liðið Györ en samningur hennar við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Nora hefur verið frá keppni undanfarið ár vegna hnémeiðsla en hún er á góðri leið í endurhæfingunni og er útlit fyrir að hún nái að spila með liðinu núna á vormánuðum. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvar þessi frábæra handknattleikskona muni spila á næstu leiktíð en sögur eru um að rúmenska liðið CSM Búkarest og rússneska liðið Rostov-Don séu að fylgjast náið með framvindu mála. Líkur eru taldar að ef Mørk ákveði að fara til CSM þá muni landa hennar, Amanda Kurtovic fara yfir til Györ. En Þó er talið líklegra að hún fari til Rostov-Don en hún hefur miklar mætur á Martin Ambros þjálfara liðsins eftir farsælt samstarf þeirra hjá Györ.