Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Taplaust lið Györ á toppi styrkleikalistans

Györ.jpg

Nú þegar keppni í milliriðlum Meistaradeildar kvenna er að hefjast er ljóst að þau lið sem hafa sett markið á stóra titilinn þurfa að vera tilbúin í átökin frá fyrsta keppnisdegi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá nokkrum liðum á meðan önnur hafa styrkst. Þrátt fyrir það er ekki útséð með það hvaða fjögur lið það verða sem komast í Final4 helgina í Budapest í byrjun maí. Það er ekki úr vegi að líta á þau tólf lið sem taka þátt í milliriðlakeppnni að þessu sinni.

12. Thüringer HC

Þýska liðið komst með naumindum inní milliriðlakeppnina en þó ber að virða kraftinn og ástríðuna hjá leikmönnum liðsins. Þetta unga lið var með lélegustu markatöluna af þeim liðum sem komust áfram í milliriðla en það getur þrátt fyrir það veitt betri liðunum harða keppni í góðum degi.

11. HC Odense

Danska liðið sem hefur átt góðu gengi að fagna í dönsku úrvalsdeilinni þurfti að hafa mikið fyrir því að komast áfram í milliriðlanna. Þrátt fyrir að hafa reynslubolta eins og Mette Tranborg og Stine Jörgensen var liðið að spila undir væntingum og það er ljóst að liðið þarf að gera mun betur ef það ætlar sé að komast í 8-liða úrslitin.

10. Brest Bretagne Handball

Miklar vonir voru um gott gengi franska liðsins en það hefur ekki staðið undir þeim væntingum og hefur keppni í milliriðlinum með aðeins 2 stig. Isabelle Gulldén leikstjórnandi liðsins tilkynnti um áramótin að hún væri ólétt og það breytir miklu varðandi möguleika liðsins í milliriðlunum. Það er þó ljóst að Brest þarf að bæta varnarleikinn hjá sér til mikilla muna ef að þær ætla að eiga möguleika á sæti á meðal átta bestu liða álfunnar.

9. FTC

Það verður boðið uppá ungverskan nágrannaslag í milliriðli 2 en FTC á erfitt verkefni fyrir höndum í því að komast í Final4 helgina. Þetta unga og efnilega lið á litla möguleika að komast alla leið á þessari leiktíð.

8. Köbenhavn Handball

Sigur gegn Brest í lokaumferð riðlakeppninar fyrir áramót þýddi að liðið fer inní milliriðlakeppnina með þrjú stig. Liðið er ekki skipað reynslumiklum leikmönnum en hefur hins vegar verið að spila skemmtilegan sóknarleik sem getur valdið andstæðinum þeirra miklum vandræðum.

7. Krim Mercator

Hið unga slóvenska lið er með það markmið að komast í Final4 helgina í fyrsta sinn en sóknarleikur liðsins hefur þó verið að há þeim gegn stóru liðunum.

6. Vipers Kristiansand

Vipers spilað feykilega vel í riðlakeppninni og byrjar keppni í milliriðlunum með fjögur stig. Norsku meistararnir eru með sex landsliðsmenn innan sinna herbúða sem færir liðinu mikla reynslu sem getur skipt sköpum í jöfnum leikjum. Liðið sýndi það með góðum útisigrum gegn CSM og Bietigheim að þær ætla sér stóra hluti í vetur.

5. CSM Búkarest

Veturinn hefur verið þungur fyrir CSM það sem af er en liðið missti bæði hægri og vinstri skyttur liðsins í meiðsli í kringum EM í desember en þær Cristina Neagu og Amanda Kurtovic slitu krossband. Þetta er mikið áfall fyrir rúmenska liðið og er ljóst að skörð þeirra verða vandfyllt. CSM fékk til liðs við sig hina 24 ára gömlu Claudiu Constantinescu frá HC Zalau en það á eftir að koma í ljós hvort hún sé tilbúin í keppni þeirra bestu.

4. Buducnost

Það getur verið dýrmætt að hafa þjálfara við stjórnvölin sem hefur reynslu af því að vinna Meistaradeild kvenna en Dragan Adzic, þjálfari liðsins er einmitt að nýta þá reynslu sína til þess að hjálpa ungu liði sínu. Varnarleikur liðsins hefur verið einn af þeim bestu í Meistaradeildinni til þessa ásamt því að vinstri skytta liðsins, Djurdjina Jaukovic hefur verið öflug í sóknarleiknum en hún hefur skorað 36 mörk í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað.

3. Metz Handball

Metz hefur aldrei verið þekkt fyrir sóknarleik sinn en hins vegar er góður varnarleikur liðsins vel þekktur. Liðið fékk aðeins 133 mörk á sig í þeim sex leikjum í riðlakeppninni sem gerir það að sterkasta varnarliðið keppninnar. Þær hafa átta leikmenn sem urðu Evrópumeistarar með Frakklandi í desember og það mun án efa hjálpa þeim í baráttunni að ná inní Final4.

2. Rostov-Don

Ambros Martin er án efa einn af bestu þjálfurunum í kvennahandboltanum um þessar mundir og hann hefur komið inn með aga og skipulag í varnarleik liðsins. Rússneska liðð er ósigrað í Meistaradeildinni og ef Anna Vyakhireva spilar eins vel og hún gerði fyrir áramót er liðið líklegt til þess að vinna Meistaradeildina í ár.

1. Györi ETO

Evrópumeistararnir sáu á eftir þjálfara sínum, Ambros Martin í sumar. Þrátt fyrir það hafa þær haldið dampi og líta út fyrir að vera ósigrandi. Liðið sýndi styrk sinn sóknarleika í riðlakeppninni en það skoraði 210 mörk í sex leikjum. Rúmenski línumaðurinn Crina Pintea gekk til liðs við ungverska liðið í byrjun janúar og er henni ætlað að styrkja varnarleik liðsins. Györ ætlar sér að vinna titilinn í þriðja skiptið í röð.