Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Þrír leikmenn og einn þjálfari eiga möguleika á fimmta Meistaradeildartitlinum

3E371118-BEB1-49FA-85EC-D483E963A8E0.jpeg

Einn þjálfari og þrír eiga möguleika á því að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar með því að vinna sinn fimmta Meistaradeildartitil um næstu helgi.

Þær Eduarda Amorim og Anita Görbicz, leikmenn Györ, geta orðið þær fyrstu til þess að vinna keppnina fimm sinnum með sama félaginu. Katrine Lunde markvörður Vipers stefnir á það að lyfta titlinum í fimmta sinn með sínu þriðja félagi en hún vann keppnina tvívegis með Györ og einnig Viborg.

Ambros Martin, þjálfari Rostov-Don stýrði Györ til sigurs í Meistaradeildinni alls fjórum sinnum og hann getur því orðið fyrst þjálfarinn til þess að vinna keppnina fimm sinnum.

Alls er eru 21 leikmenn sem hafa unnið Meistaradeildina og þar af 14 oftar en einu sinni sem spila í Final4 þetta árið. 15 leikmenn af þessum 21 spila með Györ, 2 spila með Rostov-Don ásamt þjálfara liðsins, 3 spila með Vipers en enginn leikmaður Mtez hefur unnið keppnina áður. 12 af núverandi leikmönnum Györ voru einnig partur af liðinu í fyrra þegar Györ tókst að verja titilinn fyrst allra liða.

Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa unnið Meistaradeildina áður.

Györ (15): Fjórir EHF Champions League titlar:

Eduarda Amorim (2012/13, 2013/14, 2016/17, 2017/18 alla með Györ)

Anita Görbicz (2012/13, 2013/14, 2016/17, 2017/18 alla með Györ)

Þrír EHF Champions League titlar:

Nora Mørk (2010/11 with Larvik, 2016/17, 2017/18 með Györ)

Tveir EHF Champions League titlar:

Sara Afentaler (2016/17, 2017/18 með Györ)

Bernadett Bodi (2016/17, 2017/18 með Györ)

Kari Grimsbö (2016/17, 2017/18 með Györ)

Nycke Groot (2016/17, 2017/18 með Györ)

Eva Kiss (2016/17, 2017/18 með Györ)

Jana Knedlikova (2016/17, 2017/18 með Györ)

Tamara Pal (2016/17, 2017/18 með Györ)

Sidonia Puhalak (2016/17, 2017/18 með Györ)

Zszuanna Tomori (2016/17, 2017/18 með Györ)

Einn EHF Champions League titill:

Csenge Fodor (2017/18 með Györ)

Anne Mette Hansen (2017/18 með Györ)

Stine Oftedal (2017/18 með Györ)

Vipers Kristiansand (3):

Fjórir EHF Champions League titlar:

Katrine Lunde (2008/09 and 2009/10 með Viborg, 2012/13 and 2013/14 með Györ)

Tveir EHF Champions League titlar:

Kristine Lunde-Borgersen (2008/09 and 2009/10 með Viborg)

Einn EHF Champions League titill:

Linn Sulland (2010/11 með Larvik)

Metz Handball (0):

Rostov Don (3):

Fjórir EHF Champions League titlar:

Þjálfari: Ambros Martin (2012/13, 2013/14, 2016/17, 2017/18 - allir með Györ)

Einn EHF Champions League titill:

Mayssa Pessoa (2015/16 með CSM Bucuresti)

Polina Kuznetsova (2007/08 með Zvezda)