Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Topp 10 félagaskiptin

Nú þegar styttist í að Meistaradeild kvenna í handknattleik hefjist þá er ekki úr vegi að kíkja á helstu félagaskiptin. EHF hefur tekið saman lista yfir þau 10 stærstu félagaskiptin.

10.sæti Katarina Bulatovic (Rostov-Don - Buducnost)

Þessi 33 ára hægri skytta er að koma á heimaslóðir í þriðja sinn en þessi magnaða handknattleikskona hefur þrívegis orðið markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar. Buducnost er ekki alveg í sama gæðaflokki og þær voru síðast þegar Bulatovic var þar en henni er ætlað að hjálpa til við uppbyggingu liðsins.

9.sæti Elisabeth Omoregie (RK Krim - CSM Búkarest)

Omoregie er ein af efnilegust vinstri skyttum í kvennaboltanum í dag en þessi tuttugu og eins árs leikmaður býr yfir miklum hraða sem og tækni. Hún hefur skorað 28 mörk á hverju tímabili sem hún hefur leikið í Meistaradeildinni. CSM brugðust fljótt við þegar það var ljóst að það var möguleiki að klófesta Omoregie og hugsa hana til framtíðar.

8.sæti Jovanka Radicevic (Vardar - CSM Búkarest)

CSM leitaði logandi ljósi að hægri hornamanni eftir síðustu leiktíð sökum slakrar framistöðu Nathalie Hagman. Það má segja að þeir hafi dottið í lukkupottinn þegar þeir sömdu við Radicevic en hún býr yfir gríðarlegri reynslu í Meistaradeildinni. Það er líka mikill kostur að Radicevic þekkir marga leikmenn CSM sem ætti að auðvelda henni að aðlagast nýjum liðsfélögum.

7.sæti Lois Abbingh (Issy Paris - Rostov-Don)

Þessi 25 ára skytta er að koma aftur í Meistaradeildina eftir tveggja ára fjarveru á meðan hún spilaði hjá Issy Paris. Abbingh fór til Frakklands eftir að hafa spilað með HCM Baia Mare, þar sem hún skoraði 60 mörk í Meistaradeildinni. Þessi hollenska landsliðskona mun klárlega koma til með að hjálpa Rostov-Don í baráttunni en liðinu vantaði sárlega meiri breidd á síðustu leiktíð.

6.sæti Ana Gros (Metz Handball - Brest Bretagne)

Gros hefur verið mikilvægur hlekkur í velgengni Metz á undanförnum árum í evrópukeppnum. Hún var hreinlega óstöðvandi í nokkrum leikjum á síðustu leiktíð og var meðal annars valins leikmaður mánaðarins í október 2017. Hún hefur skorað að lámarki 70 mörk á þremur síðustu leiktíðum og hefur þar með staðsett sig sem ein af bestu skyttum álfunnar.

5.sæti Dragana Cvijic (Vardar - CSM Búkarest)

Cvijic var partur af fjögurra leikmanna pakka sem fóru frá Vardar yfir til CSM. Þessi serbneski línumaður skapar andstæðingum jafnan mikla hættu hvort sem það sé sóknarlega eða varnarlega. Samvinna hennar og Cristina Neagu skilaði miklum árangri síðast þegar þær léku saman hjá Buducnost og styrkleiki hennar varnarlega mun klárlega koma til með að hjálpa vörn CSM, sem oft hefur verið talið frekar vandræðaleg.

4.sæti Veronica Kristiansen (FC Midtjylland - Györi ETO)

Györ hefur nú fimm norska leikmenn þannig að það ætti ekki að taka Kristiansen langan tíma að aðlagast lífinu í Ungverjalandi. Þessi magnaða handknattleikskona skoraði 91 mark á síðustu leiktíð og því eru miklar vonir bundar við hana hjá ungverska stórliðinu á komandi leiktíð.

3.sæti Isabelle Gullden (CSM Búkarest - Brest Bretagne Handball)

Þrátt fyrir að aðdáendur rúmenska liðsins grátbáðu hana um að vera áfram þá ákvað Gullden að halda á ný mið. Það ríkti mikil sorg hjá þessum áðdáendum þegar Gulldén tilkynnti um brotthvarf sitt en hún sagði það væri það nauðsynlegt skref á hennar ferli. Gullden hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar á undirbúningstímabilinu en hún á án efa eftir að vera ein af bestu leikmönnum Meistaradeildarinnar á komandi leiktíð.

2.sæti Andrea Lekic (Vardar - CSM Búkarest)

Nafn Lekic hefur verið samofið við keppni á hæsta gæðaflokki síðasta áratuginn, en þrátt fyrir það hefur henni aðeins einu sinni tekist að vinna Meistaradeildina og hana hungrar í bæta öðrum titli í safnið. Þa verður forvitnilegt að sjá hvort samvinna Lekic og Negau komi til með að verða sterkari en sú samvinna sem Negau hafði með Gullden á síðasta tímabili.

1.sæti Amandine Leynaud (Vardar - Györi ETO)

Það er óhætt að segja að ungverska liðið verður ekki á flæði skeri statt hvað varðar markmenn á næstu leiktíð en Leynaud kemur til með að keppa um stöðu í byrjunarliðinu við þær Kari Aalvik Grimsbo og Evu Kiss. Leynaud sem er 32 ára var í lykilhlutverki hjá franska landsliðinu sem varð heimsmeistari á síðasta ári og þá var hún jafnframt valin besti leikmaðurinn í Final4 helginni á síðustu leiktíð. Það er ljóst að þessi viðbót við sterkasta varnarlið Meistaradeildarinnar gerir það að verkum að Györ er líklegast til þess að vinna bikarinn í fimmta skiptið á síðustu sjö árum.