Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Bietigheim

Nú þegar það er rétt vika í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að þýska liðinu Bietigheim.

Þetta er í annað sinn sem Bietigheim tekur þátt í Meistaradeild kvenna. Í fyrra komst liðið í milliriðla en liðið hefur sett markið hærra fyrir komandi tímabil.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvaða áhrif munu nýju leikmennirnir hafa?

Liðið hefur ekki aðeins fengið fjóra nýja leikmenn heldur hefur það líka endurheimt þær Kim Naidzinavicius, sem sleit krossband í desember 2017 og Maura Visser, sem er að koma tilbaka eftir barneign. Þessar sex munu hjálpa liðinu mikið. Markvörðurinn Dinah Eckerle fyllir skarðið sem Tess Wester skilur eftir sig, á meðan Laura van der Heijden verður hægri skytta númer eitt. Sænska landsliðskonan Daniela Gustin kemur inn með reynslu úr Meistaradeildinni og hin unga Kim Braun kemur í hornið. Bietigheim er með sterkara lið á pappírunum frægu á þessari leiktíð.

  • Getur Bietigheim komist í 8-liða úrslit?

Sökum meiðslavandræða og það að félagði lét þær Ninu og Susann Müller fara frá félaginu í janúar átti liðið ekki mikla möguleika að ná inní 8-liða úrslitin í fyrra. Fyrsta hindrun liðsins á þessari leiktíð er að komast í milliriðla, en hópurinn á að vera nógu sterkur til þess að skilja Kristiansand fyrir aftan sig og jafnvel berjast við FTC um annað sætið í riðlinum. Ef lykilleikmenn liðsins sleppa við meiðsli á EM 2018 þá eru þeim allar dyr opnar.

  • Hversu erfitt er að sameina prógramið í Bundesligunni og Meistaradeildinni?

Þrátt fyrir að þýskt lið hafi aldrei unnið Meistaradeildina hvað þá komist í undanúrslit eða úrslit, hefur gæðin í þýsku deildinni aukist. Fleiri lið eru að berjast um þýska meistaratitilinn ólíkt örðum deildarkeppnum þar sem eitt lið er yfirburðar best. Það mun verða mikið álag á Bietigheim í vetur sér í lagi ef liðinu kemst í milliriðlanna, þá munu liðið spila 2 leiki í viku í 12 vikur ásamt ferðalögum."Þetta er aðalástæða þess að við jukum við breiddina í liðinu", sagði Martin Albertsen þjálfari liðsins.

Lykilleikmaður Laura van der Heijden

Þessi hollenski landsliðsmaður bætir alþjóðlegri reynslu og skot ógnun í hóp Bietigheim. Hún hefur nú þegar í undirbúnings leikjunum sýnt hvers hún er megnug í hægri skyttunni. Það er ekki auðvelt að fara í spor fyrrum markadrottningar liðsins, Susann Müller en van der Heijden er líkleg til þess að verða leiðtogi liðsins.

Sjálfstraustið

Bietigheim vonast til þess að bæta árangur sinn á síðustu leiktíð, sem gerði þær að einu af tólf bestu liðum álfunnar."Við spiluðum gegn FTC á síðustu leiktíð og núna viljum við sýna að við höfum bætt okkur. Við spiluðum líka gegn Vipers þannig við þekkjum þeirra styrkleika. CSM er með marga góða leikmenn. Þetta mun vera gott tækifæri fyrir okkur að máta okkur við þau bestu og sjá hvort við getum strítt þeim. Það verður erfitt en við munum gera okkar besta", sagði Naidzinavicius fyrirliði liðsins.

Framkvæmdarstjóri félagsins, Gerrit Winnen segir að það sé ekki aðeins mikilvægt fyrir félagið íþróttalega að ná árangri í Meistaradeildinni."Við viljum vaxa sem félag bæði innanlands og alþjóðlega og þróa okkar félag til þess að ná inní Final4 í framtíðinni."

Skemmtileg staðreynd

Martin Albertsen þjálfari liðsins hefur þjálfað fjögur önnur lið sem hafa tekið þátt í Meistaradeild kvenna, dönsku liðin Viborg og Randers og þýsku liðin Leipzig og Bietigheim. Hann hefur einnig verið landsliðsþjálfari Sviss frá árinu 2017. Frænka hans Katrine Fruelund er tvöfaldur Ólympíumeistari frá árunum 2000 og 2004 en hún vann einnig Evrópumeistaramótið árið 2002.

Hvað segir tölfræðin

Ekkert annað lið í Meistaradeild kvenna teflir fram fleiri hollenskum leikmönnum en Bietigheim. Ásamt nýliðunum van der Heijden og Visser eru þær með 4 aðra hollenska landsliðsmenn í sýnum röðum.

Þjálfari: Martin Fruelund Albertsen

Fyrirliði: Kim Naidzinavicius

Komnar: Dinah Eckerle (Thüringer HC), Daniela Gustin (Randers HK), Laura van der Heijden (FTC-Rail Cargo Hungaria), Kim Braun (Bayer 04 Leverkusen)

Farnar: Nicole Roth (Neckarsulmer SU), Tess Wester (Odense Handbold), Martine Smeets, Mille Hundahl ( báðar til Molde HK), Nina Müller (Randers HK), Cecile Woller (Ajax Kopenhagen), Susann Müller (Silkeborg), Mia Biltoft (óvitað)

Fyrri árangur

Þýskur meistari: 1 sinni (2017)