Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Brest

Nú þegar það eru aðeins 1 dagur í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að franska liðinu Brest.

Liðið tapaði öllum sex leikjum sínum í frumraun sinni í Meistaradeildinni í fyrra. En í ár hefur liðið stærri drauma og ljóst er að tilkoma góðra leikmanna og meiri reynsla gæti hjálpað liðinu í að komast langt í keppninni í ár.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hversu miklu máli munu styrkingar sumarsins skipta?

Brest lét heldur betur til sín taka á félagskipta markaðnum í sumar. Þeim tókst að sannfæra Ana Gros um að færa sig um set frá þeirra helsta samkeppnisaðila, Metz. En Gros er ein af bestu örvhentu skyttum í evrópska kvennahandboltanum. Brest lét þetta ekki nægja heldur nældu þeir einnig í Isabelle Gulldén frá CSM og hennar reynsla af því að spila í Meistaradeildinni ein og sér mun hjálpa liðinu að taka skref fram á við. En ekki aðeins tókst Brest að fá til sín þessa frábæru handknattleikskonur heldur náðu þær einnig að framlengja samninga við þær Allison Pineau og Mörtu Mangue. Það gerir útilínu liðsins heldur betur ógnvænglega.

  • Hvernig mun Laurent Bezeau þjálfara liðsins takast að búa til lið úr þessum stjörnum?

Franski þjálfarinn hefur þurft að endurhugsa leikskipulag liðsins uppá nýtt eftir þessar miklu breytingar. En miðað við byrjun liðsins í frönsku úrvalsdeildinni virðist það hafa gengið vel. Liðið hefur litið sérstaklega vel út sóknarlega sem gefur til kynna að það sé orðið fullmótað.

Jean-Luc Le Gall framkvæmdarstjóri félagisins segir að þátttakan í Meistaradeildinni gefi félaginu möguleika á að bæta allt félagið."Til þess að geta orðið eitt af stóru liðunum er það frumskilyrði að taka þátt í Meistaradeildinni á hverju ári. Allt umstangið í kringum leikina í Meistaradeildinni bætir félagið. Allir þurfa að taka þátt og þökk sé því bætum við félagið. Fyrir okkur er þessi reynsla dýrmæt."

  • Getur Brest komist í milliriðla?

Eftir að hafa mistekist að vinna leik á síðustu leiktíð er ljóst að Brest vill bæta fyrir þá frammistöðu. En til þess að eiga möguleika á að komast í milliriðla þarf liðið fyrst og fremst að vinna heimaleikina sína að mati fyrirliðans, Allison Pineau."Við viljum gera betur en í fyrra. Allavega ná í milliriðlanna og eftir það gera okkar besta til þess að komast í 8-liða úrslit. Úrslitin á okkar heimavelli munu ráða miklu um hvort okkur takist það."

Lykilleikmaður: Ana Gros

EFtir að hafa klæðst treyju Metz í fjögur og hálft ár ákvað Ana Gros að ganga til liðs við Brest en það var ekki auðveld ákvörðun. Hún var á topp sex yfir markahæstu leikmenn í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og ef hún nær að aðlagast nýjum samherjum fljótt er ljóst að hún er happafengur fyrir Brest.

Sjálfstraustið

Félag sem semur við Gros og Gulldén á sama sumrinu getur ekki falið þá staðreynd að það ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili. Forráðamenn félagsins reyna þó að halda væntingum niðri og segja að það taki tíma að búa til topp lið.

Skemmtileg staðreynd

Þar sem það er ekkert félag frá Spáni eða Portúgal í Meistaradeildinni þetta árið er Brest það lið í keppninni sem er staðsett vestast í álfunni. Þar með er ljóst að nafn stuðningsmannasveitar liðsins hefur aldrei átt eins vel við og nú. En þeir kalla sig "stuðningsmenn frá enda heimsins" ("Les Supporters du Bout du Monde")

Hvað segir tölfræðin

Félagið varð gjaldþrota árið 2012 rétt eftir að hafa unnið franska meistaratitilinn. Leikmennirnir sem mynduðu það lið yfirgáfu allar félagið fyrir utan eina. Maud Eva Copy vinstri hornamaður sem er fædd og uppalin í borginni ákvað að halda tryggð við sitt félag í gegnum þá erfiðu tíma.

Þjálfari: Laurent Bezeau

Fyrirliði: Allison Pineau

Komnar Isabelle Gullden (CSM Bucuresti), Ana Gros (Metz Handball), Constance Mauny (Chambray), Pauletta Foppa (Fleury Loiret)

Farnar Astride N’Gouan (Metz Handball), Louise Sand (Fleury Loiret), Sophie Herbrecht (Altkirch), Lindsay Burlet (Besancon)