Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Buducnost

Nú þegar það eru aðeins 2 dagar í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að svartfellska liðinu Buducnost.

Á síðustu leiktíð féll liðið úr keppni í 8-liða úrslitum eftir hafa tapað gegn Györ sem kom í veg fyrir að svartfellska liðið kæmist í Final4 fimmta árið í röð. Þrátt fyrir að efniviðurinn sé til staðar hjá liðinu en meðalaldur þess er 21,5 ár vildi Dragan Adzic, þjálfari liðsins bæta reynslu inní liði og fékk til liðs við sig þær Katarinu Bulatovic, Andjelu Bulatovic og Marinu Rajcic.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hver eru markmið Buducnost?

Með tilkomu þessara þriggja reyslumiklu svartfellsku leikmanna í bland við hina ungu og efnilegu leikmenn hlýtur félagið að stefna á að endurvekja dýrðar daganna frá því að félagið vann Meistaradeildina tvívegis. Og gefa félaginu evrópumeistaratitil í 70 ára afmælisgjöf.

Forseti félagsins, Radmila Petrovic er í það minnsta alveg klár á því hver markmiðin séu. "Markmiðið er að komast í Final4 en við þurfum að taka þetta skref fyrir skref, þurfum að byrja á að komast í milliriðla. Metz er gott lið, ég sá þær spila gegn CSM á síðustu leiktíð og þær eru hættulegur andstæðingur. Larvik eru sterkar líkamlega á meðan Odense eru með mjög færan þjálfara, Jan Pytlick. Auk þess eru dönsk og norsk lið þekkt fyrir að spila hraðann handbolta. Þannig að riðilinn er mjög krefjandi en það er ánægjulegt að fá svo sterka andstæðina í byrjun. Það mun bara hjálpa okkur í að vera tilbúnar þegar í stóru leikina kemur."

  • Hvernig getur frábær aðstaða í Podgorica hjálpað liðinu?

Dragan Adzic hefur lent í miklum erfiðleikum á undirbúningstímabilnu vegna meiðla leikmanna en hann er sannfærður um að leikmennirnir gætu ekki verið í betri höndum. "Undirbúningstímabilið hefur verið það erfiðasta síðan ég tók við liðinu. Við höfum átt í miklum vandræðum en öll aðstað í félaginu er til fyrirmyndar. Leikmennirnir gætu ekki verið í betri höndum. Þessi athygli sem leikmenn fá hér í Buducnost er engum lík. Ég hef þjálfað þessa leikmenn lengi þannig ég er rólegur, ég veit að þær verða tilbúnar þegar á þarf að halda."

  • Hversu mikilvæg er koma þeirra Katarinu Bulatovic, Marinu Rajcic og Andjelu Bulatovic fyrir liðið?

Liðið sýndi á síðustu leiktíð að það væri á réttri átt í byggja upp sterkt lið, byggt á heimastúlkum. En með tilkomu þeirra þriggja vonast félagið eftir betri úrslitum.

"Við komumst í 8-liða úrslitin í fyrra með þetta unga lið. Á þessu ári viljum við ná skrefinu lengra og með tilkomu nýrra leikmanna hef ég trú á að okkur takist það", sagði Milena Raicevic fyrirliðið liðsins.

Lykilleikmaður: Milena Raicevic

Milena Raicevic var algjör lykilleikmaður í sóknarleik liðsisn á síðustu leiktíð en hún var markahæsti leikmaður liðsins með 72 mörk. Hún hefur átt við meisli að stríða í hægri öxl sem hefur komið í veg fyrir að hún hefur getað tekið þátt í undirbúningstímabilinu að fullum krafti. En þökk sé góðrar meðferðar sem hún sótti sér í Hollandi er útlit fyrir að hún verði klár í upphafi tímabils.

Sjálfstraustið

Líkt og Buducnost búa bæði Metz og Larvik yfir mikilli reynslu í Meistaradeildinni en Odense eru nýjar á stóra sviðinu. "Við erum í riðli með erfiðum liðum. Það mikilvægasta er að vera tilbúinn gegn öllum andstæðingum. Við höfum oft spilað gegn Metz þannig við þekkjum þær vel, en Odense og Larvik spila dæmigerðan skandinavískan handbolta."

Skemmtileg staðreynd

Þær Milena Raicevic, Katarina Bulatovic, Marina Rajcic og Andjela Bulatovic spiluðu síðast saman í Buducnost tímabilið 2011/2012. Það ár vann Buducnost einmitt sinn eina Meistaradeildartitil

Þjálfari: Dragan Adzic

Fyrirliði: Milena Raicevic

Komnar: Katarina Bulatovic (Rostov-Don), Marina Rajcic (Metz Handball), Andjela Bulatovic (Erd), Tanja Asanin (Trebjesa Noa), Anastasia Suslova (Dinamo Volgograd)

Farnar: Djurdjina Malovic (FTC), Marta Batinovic (án félags)

Fyrri árangur

Evrópumeistarar:

Meistaradeild 2 sinnum (2012 og 2015)

Bikarhafa 2 sinnum (2006 og 2010)

Svarfellskir meistarar: 30 sinnum (1985, 1989, 1999, 1992-2018)

Svartfellskir bikarmeistarar: 23 sinnum (1984, 1989, 1995-1998, 2000-2002, 2005-2018)