Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | CSM Búkarest

Nú þegar það eru aðeins 2 dagar í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að rúmenska liðinu CSM Búkarest.

Það hefur mikið gengið á í herbúðum CSM Búkarest á undanförnum tveimur árum. Bæði tímabilin hefur félagið lagt af stað með háleit markmið og færann þjálfara við stjórnvölin. Í bæði skiptin hefur Per Johansson tekið við sem þjálfari liðsins á miðju tímabili og farið með það í Final4 í Búdapest. Þrátt fyrir að komast þangað hefur félaginu ekki tekist að endurtaka leikinn frá 2016 þegar þær komu öllum á óvart og unnu Meistaradeildina.

Liðið hefur tekið miklum breytingum í sumar en fimm leikmenn ákváðu að yfirgefa félagið en í stað þeirra hafa þær fengið fjóra leikmenn sem allar komu frá Vardar. Hvernig liðið kemur út úr þessum breytingum á eftir að koma í ljós en liðið hefur ekki farið vel af stað á haustmánuðum.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvernig munu nýju leikmennirnir ná að aðlagast?

Andrea Lekic er leikmaður sem öll lið myndu vilja hafa innan sinna raða. Frábær samleikur Dragana Cvijic og Cristina Neagu er vel þekktur frá því að þær spiluðu saman síðast hjá Buducnost. Jovanka Radicevic mun koma með reynslu inní hópinn og Barbara Lazovic mun hjálpa liðinu sérstaklega varnarlega. Hin unga Elizabeth Omoregie mun vera óvæta útspil liðsins en hún hefur sýnt góða takta á undirbúningstímabilinu. CSM leit rosalega vel út í æfingarferðinni í Podgorica þar sem þær unnu Buducnost tvívegis. En liðinu var kippt niður á jörðina þegar þeim mistókst að vinna meistara meistaranna í Rúmeníu. Það mun án efa taka liðið tíma að stilla saman strengi og hugsanlega ná þær ekki að sýna styrk sinn fyrr en eftir áramót.

  • Ókleifur múr fyrir Johansson?

Forráðarmenn CSM eru ákaflega hrifnir af þjálfurum frá Norðurlöndunum en þeir hafa ráðið sjö þjálfara frá Danmörku eða Svíþjóð á síðustu fjórum árum. Í þetta sinn ákváðu þeir að ráða Magnus Karl Johansson en hann var aðstoðarþjálfari Per Johansson með sænska landsliðið á árunum 2008-2011. Þessi ráðning kom mörgum á óvart sérstaklega þegar er litið til hversu litla reynslu hann hefur. Ein stærsta áskorun Johansson verður að ná láta liðið passa inní þann skandinavíska leikstíl sem hann vill spila.

  • Mun CSM ná að fylla skarðið sem Isabelle Gulldén skilur eftir sig?

Á aðeins þremur árum varð Isabelle Gulldén hetja í Búkarest með sýna eigin hersveit af aðdáendum sem fylgdu henni á alla leiki með borðum áletruðum hennar nafni. Þrátt fyrir óskir þeirra um að vera um kyrrt þá fannst henni að hún þyrfti að breyta til og ákvað að ganga til liðs við franska liðið Brest. Fyrir þremur árum hefði CSM hreinlega ekki unnið Meistaradeildina nema fyrir stórleik Gulldén en hún skoraði 15 mörk í úrslitaleiknum gegn Györ í troðfullri höll. En framlag hennar dvínaði og þá sérstaklega á síðustu leiktíð þar sem hún glímdi við meiðsli sem háðu henni mikið á vellinum. Í hennar stað hefur CSM fengið Andreu Lekic sem er traustur miðjumaður sem ógnar vel á markið. Hún hefur ekki skorað undir 55 mörkum á þeim 10 tímabilum sem hún hefur spilað. Án ef mun mikið mæða á Lekic ásamt Cristina Neagu og ef að þær ná vel saman þá munu þær mynda eitrað sóknarpar.

Lykilleikmaður: Cristina Neagu

Tvivar sinnum á síðustu fjórum árum hefur Cristina Neagu endað sem markadrotting Mestaradeildar kvenna. Hún er með ótrúlega tölfræði en á þessum fjórum árum skoraði hún 102, 94, 90 og 110 mörk. Að hafa Neagu í sínu liði tryggir liðinu mikið af mörkum og hún er sennilega með eina öflugustu skothendi í kvennaboltanum.

Sjálfstraustið

Átta leikmenn CSM hafa unnið Meistaradeildina þannig þær vita hvað þarf til. Hins vegar verður fróðlegt að sjá hvort þær Lekic, Cvijic, Radicevic og Lazovic hafa náð að jafna sig á því að tapa tveimur úrslitaleikjum í röð.

Skemmtileg staðreynd

Liðið er nokkuð fjölþjóðlegt en það saman stendur af tveimur Svartfellingum, tveimur Serbum, tveimur Svíum, tveimur Slóvenum ásamt átta Rúmenum.

Hvað segir tölfræðin

Á þeim þremur árum sem CSM hefur tekið þátt í Meistaradeildinni hefur þeim ávallt tekist að vinna til verðlauna. Gull 2016 og brons 2017 og 2018.

Þjálfari: Magnus Karl Johansson

Fyrirliði: Iulia Curea

Komnar: Andrea Lekic (HC Vardar), Dragana Cvijic (HC Vardar), Jovanka Radicevic (HC Vardar), Barbara Lazovic (HC Vardar), Elizabeth Omoregie (RK Krim Ljubljana), Madalina Ion (CSM Unirea Slobozia)

Farnar: Isabelle Gullden (Brest Bretagne), Camille Ayglon Saurina (Nantes), Gnonsiane Niombla (Metz Handball), Alina Iordache (HC Buzău), Anastasiya Lobach (óvitað), Marit Malm Frafjord (hætt)

Fyrri árangur:

Evrópumeistarar: 1 sinni (2016)

Rúmenskur meistari: 4 sinnum (2015, 2016, 2017, 2018)

Rúmenskur bikarmeistari: 3 sinnum 2016, 2017, 2018)