Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | FTC

Nú þegar það eru aðeins 2 dagar í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að ungverska liðinu FTC.

Síðastliðið vor var erfitt fyrir ungverska liðið en það datt út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa tapað gegn CSM Búkarest og svo í kjölfarið misstu þær af ungverska deildarmeistaratitlinum á markatölu. En þær skorðuðu einu marki minna en erkifjendur þeirra í Györ. Það er útlit fyrir að þetta tímabil verið þeim erfitt en þær eru með nokkar lykilleikmenn í meiðslum.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvernig mun FTC ganga eftir að hafa misst marga leikmenn?

Fjórar af burðarásum liðsisn ákváðu að yfirgefa félagið fyrir þessa leiktíð. Þær Zita Szucsanszki og Kara Szekeres tóku sér frí frá handbolta, Marija Jovanovic er hætt í handbolta og Laura van der Heijden ákvað að ganga til liðs við Bietigheim. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddust þær Kinga Klivinyi og Bobana Klikovac í enda síðasta tímabils og verða lengi frá. Þannig það er ljóst að Gabor Elek, þjálfari liðsins bíður það verkefni að undirbúa liðið undir langt og strangt tímabil.

  • Geta þær náð í milliriðla?

FTC er með bronsverðlaunahöfum síðasta tímabils, CSM Búkarest, Vipers sem spiluðu til úrslita í EHF cup í fyrra og Bietigheim í riðli. Gabor Elek þjálfari liðsins á von á harðri keppni um sæti í milliriðlum."Við erum í erfiðasta riðlinum. CSM mun vinna riðilinn en svo munu hin þrjú liðin berjast um tvö laus sæti í milliriðlunum. Á þessu eru 2 yfirburðarlið í Meistaradeildinni, Györ og CSM en restin af liðunum eru nokkuð jöfn að getu".

  • Munu ungu og efnilegu leikmenn FTC standast álagið?

FTC býr vel af því að hafa lagt rækt við unglingastarfið sitt á undanförnum árum en liðið átti þrjá leikmenn í U-20 ára landsliði Ungverja sem urðu heimsmeistarar í sumar. Þetta voru þær Greta Marton, Noemi Hafra og Dorottya Faluvegi og auk þess voru þær Hafra og Faluvegi valdar í úrvalslið mótsins. Þessar þjár koma til með að bera liðið uppi á komandi leiktíð og hafa alla burði til þess að koma liðinu í milliriðlanna.

Lykilleikmaður Aniko Kovacsics

Aniko gekk til liðs við FTC fyrir tveimur árum frá erkifjendunum í Györ með það að markmiði að fá fleiri spilmínútur og að þróast sem leikmaður. Nú er hún ekki aðeins orðin lykilleikmaður liðsins heldur einnig fyrirliði þess."Mitt markmðið er aðeins að vinna. Ég trúi því ef að við gerum okkar besta þá getum við unnið alla. Mig dreymir um að komast í Final4 í Búdapest en ég geri mér grein fyrir því að það eru lið í keppninni sem eru betri en við. En ég vona að stuðningsmenn okkar standi við bakið á okkur og í sameiningu munum við ná langt."

Sjálfstraustið

Það hafa mörg félög lent í meiðslavandræðum í sögu Meistaradeildarinnar en á þeim tímum reynir á hversu öflug félögin eru. Nú stendur FTC frammi fyrir því að þurfa gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að sýna hæfileika sína og sanna það að þær eigi heima á stóra sviðinu.

Laszlo Bognar, framkvæmdarstjóri FTC er ánægður með þá leið sem félagið valdi fyrir nokkrum árum."Við erum glöð með þá stefnu sem félagið tók fyrir nokkrum árum. Við ætlum að sýna það að ungverskir leikmenn og þrotlaus vinna geti skilað okkur í Final4. Við höfum hvorki getu né vilja til þess að semja við heimsklassa leikmenn. Við höfum aðeins fjóra erlenda leikmenn í okkar liði og aðeins í þeim stöðum sem við getum ekki mannað með heimastúlkum."

Þjálfari: Gabor Elek

Fyrirliði: Aniko Kovacsics

Komnar: Kinga Klivinyi (Erd), Zsofi Szemerey (Siofok KC), Kata Farkas (Bekescsabai ENKSE), Djurdjina Malovic (Buducnost), Bobana Klikovac (SCM Craiova)

Farnar: Zita Szucsanszki, Klara Szekeres (báðar í pásu), Laura van der Heijden (SG BBM Bietigheim), Marija Jovanovic (hætt)

Fyrri árangur

Evrópumeistarar:

EHF cup: 1 sinni (2006)

Cup winners cup: 2 sinnum (2011, 2012)

Ungverskur meistari: 12 sinnum (1966, 1968, 1969, 1971, 1994, 1995, 1996, 1997, 2000, 2002, 2007, 2015)

Ungverskur bikarmeistari: 12 sinnum (1967, 1970, 1972, 1977, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 2001, 2003, 2017)