Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Györi ETO

Nú þegar það er rétt vika í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Við byrjum þessa upphitun okkar á ríkjandi meisturum, ungverska liðinu Györi ETO.

Eftir að hafa náð þeim árangri að verða fyrsta félagið til þess að vinna Meistaradeild kvenna tvö ár í röð, efir að Final4 fyrirkomulaginu var komið á. Bíður ungverska nýjar áskoranir á komandi tímabili. Þeirra markmið er að bæta þennan frábæra árangur og í ár undir stjórn nýs þjálfara, Gábor Danyi og þriggja nýrra leikmanna.

Þjár spurningar í upphafi tímabils:

  • Hver eru markmið Györ fyrir tímabilið?

Fyrir forráðarmönnum félagsins sem og leikmönnum kemur ekkert annað til greina en að komast í Final4 í Búdapest. Spurningin er hins vegar hvort liðið sé nógu öflugt til þess að ná þeim markmiðum eftir að hafa skipt um þjálfara. Liðið er líka með nokkra lykilleikmenn í meiðslum sem og það missti línumanninn sterka Yvette Broch nú rétt fyrir tímabil.

  • Mun leikstíll liðsins breytast eftir að Ambros Martin yfirgaf félagið?

Á þeim sex árum sem Ambros Martin þjálfaði liðið varð það fjórum sinnum Evrópumeistari, fimm sinnum landsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Það segir sig sjálft að það mun verða mjög verðugt verkefni fyrir Gábor Danyi að viðhalda þeim árangri með breyttum leikstíl.

"Ég vil skipta um karakter í leik liðsins, á þann hátt að tekið verður eftir. Markmið okkar eru hin sömu en við viljum ná þeim á annan hátt byggt á minni hugmyndarfræði, þeirri sem ég hef trú á og er byggð á ungverskum fræðum", sagði Danyi.

  • Hvernig mun liðið fylla skarðið sem Yvette Broch skilur eftir sig?

Það kom öllum á óvart þegar þær fréttir bárust frá Ungverjalandi að Yvette Broch hefði ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. En nú er ljóst að meira mun mæða á norska línumanninum, Kari Brattsett, sem gekk til liðs við Györ í sumar sem og hinni ungu og efnilegu Emőke Varga. Báðir þessir leikmenn hafa sýnt hversu öflugar þær eru en tíminn mun leiða það í ljós hvort þær séu nógu öflugar til þess að spila fyrir eitt besta lið Evrópu.

Lykilleikmaður: Amandine Leynaud

Amandine Leynaud var á síðustu leiktíð valinn í úrvalslið Meistaradeildarinnar sem og hún var kosin besti leikmaður Final4 helgarinnar. Franski landsliðsmarkvörðurinn ákvað að skipta yfir í Györ með það eitt að markmiði að vinna allt sem hægt er að vinna. Amandine er ein stærsta stjarna kvennahandboltans en hún mun fá mikla samkeppni um sæti í byrjunarliði Györ frá þeim Evu Kiss og Kari Brimsbo og verður athyglisvert að fylgjast með samkeppni þeirra þriggja.

Þrír í röð?

Þegar Györ vann titilinn í maí skrifuðu þær nýjan kafla í söguna þar sem þær urðu fyrstar til að vinna hann tvö ár í röð í Final4 fyrirkomulaginu. Györ er klárlega mjög líklegt til þess að komast í Final4 í ár og fá þar með möguleika á vinna titilinn þrjú ár í röð.

Skemmtileg staðreynd

Frá því að Gábor Danyi kom til félagsins árið 2011 hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá þremur þjálfurum: Csaba Konkoly, Karl Erik Böhm og Ambros Martín. Gábor hefur áður þjálfað yngri landslið Ungverjalands og verið þjálfari bæði karla og kvennaliðs Pécs.

Þjálfari: Gábor Danyi

Fyrirliði: Anita Görbicz

Komnar: Veronica Kristiansen (FC Midtjylland), Kari Skaar Brattset (Vipers Kristiansand), Amandine Leynaud (HC Vardar), Laura Kürthi, Johanna Farkas, Dóra Kellermann (yngri flokkar Györ)

Farnar: Anja Althaus (hætt), Mireya Gonzalez (Siófok KC), Gabriella Tóth (lánuð til Érd), Júlia Hársfalvi, Dorina Korsós (báðar lánaðar til Tus Metzingen), Boglárka Binó (lánuð til Békéscsabai ENKSE).

Fyrri árangur

Evrópumeistari: 4 sinnum (2012/2013, 2013/2014, 2016/2017, 2017/2018) Ungverskur meistari: 14 sinnum (1957, 1959, 2005, 2006, 2008-14, 2016-18) Bikarmeistari: 13 sinnum ( 2005-16, 2018)