Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Kaupmannahöfn

Nú þegar það eru aðeins 3 dagar í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að danska liðinu Kobenhavn Handball.

Þrátt fyrir háleit markmið liðsis á komandi árum þá ætlar Kaupmannarhafnar liðið að nýta þetta ár til lærdóms. Markmið þeirra er að komast í Final4 árið 2020 í síðasta lagi.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvað getur Kaupmannarhafnar liðið afrekað á sínu fyrsta tímabili?

Sú staðreynd að margir leikmenn liðsis hafa alþjóðlega reynslu jafnt frá landsliði sem og félagsliði gerir það að verkum að liðið gæti náð langt þrátt fyrir að vera nýliðar. Framkvæmdarstjóri félagsins, Janni Møller Thomsen er bjartsýn en varkár.

"Við erum að taka þátt í Meistaradeildinni í fyrsta skiptið sem við erum auðmjúk yfir en jafnframt örugg um að við verðum glæsilegir fulltrúar Kaupmannahafnar sem og Danmerkur. Okkar fyrsta markmið er að komast í milliriðlanna eftir áramót og eftir það hefur tekist þá munum við setja okkur nýtt markmið."

  • Hvaða þýðingu hefur koma norska markmannsins Emily Stand Sando þýðingu fyrir möguleika liðsins?

Það að helstu keppninautar liðsins, Odense skyldu semja við hollenska markvörðinn Tess Wester reynist Kaupmannarhafnarliðinu vel því það gerði það að verkum að Sando gekk til liðs við félagið. Hún ásamt sænska landsliðsmarkverðinum Johannu Bundsen mynda eitt sterkasta markvarðarpar í Meistaradeildinni.

  • Er hópurinn næginlega stór til þess að takast á við keppa á báðum vígstöðum, deild og Meistaradeild?

Liðið hefur á að skipta tveimur góðum leikmönnum í hverri stöðu og með komu nýrra leikmanna eins og Theu Mörk á vinstri vængum og línumanninum Linn Blohm tryggir gæði ásamt reynslu. Þrátt fyrir þetta þá hefur Jenny Alm áhyggjur."Það eru ekki margar í liðinu sem hafa reynslu af því að spila í Meistaradeildinni, við þurfum að læra í hverjum leik. Við komum til með að njóta hvers leiks og spila okkar bolta á þann hátt sem við gerum best. Vonandi tekst okkur að komast áfram í milliriðla með nokkur stig."

Sjálfstraustið

Eigandi félagsins Kim Mikkelsen segir að liðið sé í Meistaradeildinni til þess að læra en sé ekki með þær væntingar að vinna keppnina. Janni Møller Thomsen lítur svipað á hlutina þegar hún kíkir yfir riðilinn sem liðið er í.

"Það eru bara góð lið í Meistaradeildinni og liðin í okkar riðli eru ekki undantekning frá því. Brest er með mjög öflugt lið og hafa bætt við sig öflugum leikmönnum fyrir þetta tímabil sem gerir þær líklegar að ná í Final4. Það segir allt sem segja þarf að Rostov-Don var í Búdapest í vor og liðið er mun sterkara núna. Þetta er lið með mikla sögu og okkur hlakkar til að fara í höllina í Rostov en hún er þekkt fyrir frábært andrúmsloft. Savehof er andstæðingur sem við þekkjum vel. Nokkrir af okkar leikmönnum hafa spilað með Savehof og þá hlakkar mikið til þessara leikja. Það er ávallt sérstök stemmning þegar lið frá Danmörku og Svíþjóð mætast."

Lykilleikmaður Mia Rej

Þessi 28 ára miðjumaður þar að spila jafn vel og í fyrra ef Kaupmannahafnarliðið á að ná árangri í Meistaradeildinni. Hraði hennar, nákvæmni og gott auga fyrir spili getur og mun verða eitt helsta vopn nýliðanna.

Hvað segir tölfræðin

Kaupmannahafnarliðið er það yngsta félagið í Meistaradeildinni en það var stofnað þann 24.janúar 2013.

Skemmtileg staðreynd

Það mun vera skemmtilegt fyrir þær Johanna Bundsen og Jenny Alm að mæta Savehof sem er uppeldisfélag þeirra beggja.

Þjálfari: Claus Mogensen

Fyrirliði: Jenny Alm

Komnar: Linn Blohm (FCM Håndbold), Thea Mørk (Larvik HK), Emily Stang Sando (Odense HC), Marie Wall (H65 Höör), Amalie Milling (HIK Håndbold), Andrea Hansen (FIF Håndbold), Larissa Nusser (Dalfsen Handbal)

Farnar: Louise Svalastog Spellerberg (hætt), Stine Knudsen (hætt), Rikke Schou Ebbesen (án félags), Marie Tømmerbakke (hætt), Myrthe Schoenaker (Oldenburg), Mia Marie Møldrup (MKS Lublin)

Fyrri árangur

Danskur meistari: 1 sinni (2018)