Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Krim

Nú þegar það er rétt vika í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að slóvenska liðinu Krim.

Á undanförnum árum hefur Krim verið að berjast við að endurvekja gömlu dýrðardaganna, þegar slóvenska liðið var talið með þeim bestu í Evrópu. Og þrátt fyrir að Elizabeth Omoregie hverfi á braut var planið að verða samkeppnishæfari, en það gekk ekki eftir. Krim vonaðist til þess að tvær landsliðskonur Angóla, Magda Cazanga og Azenaide Carlos myndu ganga til liðs við félagið en þær gerðu það ekki. Núna er planið hins vegar það að reyna að verða eins samkeppnishæfar og mögulegt er með baráttuandann að vopni.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hver mun skara fram úr í liði Krim?

Tjasa Stanko sem getur spilað í stöðu miðjumanns og vinstri skyttu hefur sannað sig sem ógn við varnir andstæðinganna. Þess er vænst af þessari tvítugu stúlku að vera leiðtogi slóvensku meistaranna. Þjálfari liðsins, Uros Bregar leggur einnig sitt traust á hina efnilegu grísku stúlku Lamprini Tsakalou. Þar af auki mun mikið mæða á leikmönnum eins og Nina Zulic og Alja Koren.

Meistaradeildin hefur ávallt verið mikilvæg fyrir Krim sérstaklega þar sem samkeppnin er ekki mikil í heimalandinu. Á síðustu 25 árum hefur Krim náð að hampa 23 deildarmeistaratitlum og 25 bikarmeistaratitlum.

  • Mun riðlakeppnin verða endastöð?

Krim mun hefja leik gegn ríkjandi meisturum í Györ, sem teljast líklegastar til þess að vinna riðilinn. Þar á eftir mæta þær Thüringer sem hafa haft betur í viðureignum liðanna á undanförnum árum og svo mæta þær Podravka í balkanslag. Tina Kravanja framkvæmdarstjóri félagsins á von á erfiðu verkefni en vonast til að fá hjálp frá stuðningsfólki félagsins.

"Þessi riðill er mjög áhugaverður fyrir margra hluta sakir. Við höfum í honum ríkjandi meistara, Györ. Að spila gegn þeim eru forréttindi en það hvílir líka á okkur sú skylda að gera okkar besta gegn þeim. Thüringer hefur tekið þátt í Meistaradeildinni í mörg ár. Þær búa yfir mikilli reynslu og hafa sýnt okkur með því að sigra gegn okkur á undanförnum árum hversu öflugar þær eru. HC Podravka Vegeta hafa náð að byggja upp mjög öflugt lið og léku mjög vel í forkeppninni. Við vitum að þetta koma til með að vera sex mjög erfiðir leikir og við vonumst til að ná að sýna að við eigum heima á þessum stað. Ég vona líka að við fáum fleiri áhorfendur til þess að styðja við bakið á okkur í Stozice."

  • Hversu björt er framtíð Krim?

Hér áður fyrr voru það aðeins bestu leikmenn Evrópu sem klæddust treyju Krim ásamt bestu leikmönnum Slóveníu. Þessir hlutir hafa breyst með árunum, núna er félagið að leita af ungum og efnilegum stúlkum.

"Á síðustu árum getum við séð að við erum að fylgja okkar langtíma plönum og það er okkar aðalmarkmið. Við höfum náð að viðhalda yfirburðum okkar í slóvensku deildinni og okkur gengur vel að bæta við okkur innlendum leikmönnum", sagði Kravanja.

Heimastúlkur bera liðið uppi og hafa náð að komast í slóvenska landsliðið. Liðið reynir að spila nútíma handbolta og tekst það oft á tíðum. "Við erum enn að leita af réttu formúlunni til þess að nálgast bestu liðin. Við munum lofa því að við verðum ekki auðveldur andstæðingur og munum leggja okkur allar fram í leikjum okkar. Eins viljum við sýna góðan handbolta sem mun vonandi veita stuðningsfólki okkar mikla ánægju."

Sjálfstraustið

Það hefur haft mikil áhrif á liðið að hafa ekki fengið þá leikmenn sem það vildi sértaklega þá sem reiknuðu með. En Bregar, þjálfari liðsins mun reyna sitt allra besta til þess að ná sem mestu útúr hópnum.

"Við erum stolt af því að félagið okkar hefur verið þátttakandi í bestu deild Evrópu í mörg ár. Markmið okkar í ár eru svipuð og í fyrra sem er að komast í milliriðla. Sem og að spila góðan hanbolta af lífi og sál. Ef það er möguleiki á góðum úrslitum þá munum við ekki hika við að grípa það tækifæri", sagði Marincek fyrirliði liðsins.

Lykilleikmaður Tjasa Stanko

Tjasa Stanko er aðalskytta liðsins og það mun mikið mæða á henni í sóknarleik liðsins.

Þjálfari: Uros Bregar

Fyrirliði: Misa Marincek Ribezl

Komnar: Sara Ristovska (HC Vardar), Dora Krsnik (HC Podravka Vegeta), Maja Vojnovic (RK Krka Novo mesto), Natasa Ljepoja (RK Zagorje), Nina Zabjek (RK Ljubljana), Hana Vucko (RK Ljubljana)

Farin: Elizabeth Omoregie (CSM Bucuresti)

Fyrri árangur

Evrópumeistari: 2 sinnum (2001 og 2003)

Slóvenskur meistari: 23 sinnum (1995-2015, 2017, 2018)

Slóvenskur bikarmeistari: 25 sinnum (1993-1997, 1999-2018)