Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Larvik

Nú þegar það er rétt vika í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að norska liðinu Larvik.

Eftir að hafa unnið deildina 13 ár í röð þurfti Larvik að sjá á eftir titlinum í hendur Vipers Kristiansand á síðustu leiktíð. Aðalmarkmið félagsins á komandi leiktíð er að endurheimta þann titil sem og að gera sig gildandi í Meistaradeild kvenna en nýráðinn þjálfari liðsins, Geir Oustorp veit að það er verðugt verkefni.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvað getur Larvik afrekað í Meistaradeild kvenna á komandi leiktíð?

Þar sem A-riðill er skipaður af tveimur landsmeisturum. Buducnost frá Svartfjallalandi og Metz frá Frakklandi, ásamt Odense HC sem lentu í örðu sæti í Danmörku, er ljóst að Larvik eru ekki líklegar til þess að komast í milliriðla.

"Við vitum Metz eru með gríðarlega öflugt lið og Buducnost hafa verið að styrkja sig sérstaklega með komu Katarinu Bulatovic og þá eru Odense besta lið Danmerkur að mínu mati. Þannig að þetta verður gríðarlega erfitt verkefni", viðurkenndi Geir Oustorp.

  • Hvað getur getur Geir Oustorp gert með þetta lið?

Það verður ekki auðvelt að fara í fótspor hins goðsagnakennda Tor Odvar Moen sérstaklega í ljósi þess að margir af lykilleikmönnum liðsins ákváðu að yfirgefa það. Hins vegar mun Oustorp koma inn með reynslu af Meistaradeildinni sem hann öðlaðist þegar hann þjálfaði Glassverket.

"Það að byggja upp nýtt lið hér í Larvik er mjög krefjandi verkefni sem mun taka tíma. Ég er hinsvegar mjög glaður yfir að hafa fengið Mari Molid tilbaka frá Randers, ég ber miklar væntingar til hennar", sagði Oustorp.

  • Getur Larvik komist á toppinn á norskum handbolta á ný?

Það á sennilega eftir að reynast erfiðara fyrir Larvik að ná árangri í Meistaradeildinni heldur en Vipers þetta tímabilið. Vipers verður jafnframt stærsta hindrun Larvik í því að ná að endurheimta norska meistaratitilinn.

"Margir sérfræðigar telja að við munum enda í þriðja sæti í norsku deildinni á ár, það kann að vera rétt hjá þeim", sagði Oustorp.

Sjálfstraustið

Larvik veit að þær eru ekki lengur með sömu gæði og þegar þær unnu Meistaradeildina árið 2011 og komust í úrslit keppnarinnar árin 2013 og 2015.

"Fjárhagsstaða okkar er mjög erfið og í augnablikinu höfum við ekki efni á meiru. Í Meistaradeildinni koma heimaleikirnir okkar til með að ráða úrslitum. Það að spila gegn bestu liðum álfunnar er mikil hvating fyrir okkur og er eitthvað sem félagið stefnir alltaf að."

Lykilleikmaður Cassandra Tollbring

Cassandra sem er eldri systir hennar Jerry Tollbring mun þurfa að axla meiri ábyrgð á þessari leiktíð. Þessi 25 ára gamli leikstjórnandi sem gekk til lið við Larvik frá Höörs HK á síðustu leiktíð mun vera í enn meira burðar hlutverki, þar sem Kristine Breistøl yfirgaf félagið og hin leikreynda Tine Stange er ólétt.

Skemmtileg staðreynd

Það vekur upp vondar minningar fyrir Larvik að mæta Buducnost á nýjan leik. En Larvik tapaði fyrir þeim í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2015 og aftur í 8-liða úrslitum árið eftir. Larvik mun gera tilraun til þess að hefna fyrir bæði þessi töp.

Tölfræðin segir sitt

Larvik hafði unnið norska meistaratitilinn 13 ár í röð þar til að Vipers hampaði titlinum á síðustu leiktíð.

Þjálfari: Geir Oustorp

Fyrirliði: Mari Molid

Komnar: Mari Molid (Randers), Yasminee Gluic (Follo), Karoline Lund (Aker), Sara Møller (Follo), Marte Figenschau (Stabæk)

Farnar: Kristine Breistøl (Team Esbjerg), Thea Mørk (København)

Fyrri árangur

Evrópumeistari: 1 sinni (2011)

Norskur meistari: 19 sinnum (1994, 1997, 2000-2003, 2005-2017)

Norskur bikarmeistari: 17 sinnum (1996, 1998, 2000, 2003-2007, 2009-2017)