Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Metz

Í dag hefst keppni í Meistaradeild kvenna og við höldum áfram að kíkja á liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að síðasta liðinu í þessari upphitun sem er franska liðið Metz.

Það tók Metz 17 ár að komast loksins í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þær náðu því fyrst 2017 og gerðu það aftur á síðustu leiktíð. Það þótti viðunandi árangur í fyrra en Metz langar til þess að komast lengra á þessari leiktíð.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvernig reiðir Metz af eftir brotthvarf Önu Gros?

Þessi slóvenska hægri skytta var aðal vopnið í sóknarleik Metz á síðustu leiktíð en hún ákvað að skipta yfir til Brest í sumar. Þetta gerði það að verkum að Emmanuel Mayonnade þjálfari liðsins þurfti að endurhugsa leikskipulag liðsis. Aleksandra Zych kom til félagsins í sumar en hún mun þurfa tíma til að aðlagast og svo getur Gnonsiane Nombla einnig leikið í hægri skyttunni.

  • Getur Metz orðið fyrsta franska liðið sem nær í Final4?

Liðið féll út í 8-liða úrslitum gegn Györ fyrir tveimur árum og svo hreinlega gátu þær ekkert á móti CSM í fyrra. Þrátt fyrir miklar breytingar í sumar þá hefur hefur Emmanuel Mayonnade mikla trú á liðinu,"Liðið virkilega getur gert betur en á síðasta ári."

Grace Zaadi er sammála þjálfara sínum í þessum málum.Við höfum tapað í 8-liða úrslitum síðustu tvö ár þannig í ár langar okkur verulega mikið til þess að komast í Final4."

  • Í hvaða standi er Laura Glauser markvörður liðsins?

Þessi franski landsliðmarkvörður eignaðist barn fyrr á þessu ári. Hún byrjaði að æfa aftur í sumar en er ekki komin í sitt besta stand en það verður betra með hverjum leiknum. Þar til að hún kemst í sitt allra besta stand er líklegt að Ivana Kapitanovic muni vera aðalmarkvörður liðsins

Lykilleikmaður Gnonsiane Niombla

Fyrir tveimur árum ákvað Niombla að reyna fyrir sér á erlendri grundu og gekk til liðs við CSM Búkarest. Hún hjálpaði liðnu að ná þriðja sætinu í Final4 árið 2017 en árið eftir fékk hún takmarkaðan spilatíma. Þannig hún ákvað í sumar að fara aftur til Frakklands og ganga til liðs við Metz. Það að hún geti spilað allar þrjár stöðurnar fyrir utan gerir hana að lykilleikmanni liðsins.

Sjálfstraustið

Þrátt fyrir að vera riðli með liðum eins og Buducnost, Odense og Larvik trúa liðsmenn Metz að þau komist í milliriðlanna. Emmanuel Mayonnade veit þó að þetta verður ekki auðvelt en hann vill einnig að liðið vinni bæði bikar og deild í heimalandinu.

Hvað segir tölfræðin

talan 20 er einmitt talan yfir fjölda tímabila sem Metz hefur leikið í Meistaradeildinni. Aðeins þrjú félög hafa tekið þátt oftar en það eru Buducnost, Krim og Hypo Niederösterreich en þau hafa öll tekið þátt 24 sinnum.

Þjálfari: Emmanuel Mayonnade

Fyrirliði: Grace Zaadi

Komnar: Aleksandra Zych (Vistal Gdynia), Ivana Kapitanovic (Podravka Koprivnica), Astride N’Gouan (Brest), Gnonsiane Niombla (CSM Bucuresti), Sharon Nooitmeer (Dalfsen)

Farnar: Laurisa Landre (Toulon), Marina Rajcic (Buducnost), Ana Gros (Brest), Kyra Csapo (Dunaujvaros)

Fyrri árangur

Franskur meistari: 22 sinnum (1989, 1990, 1993-1997, 1999, 2000, 2002, 2004-2009, 2013, 2014, 2016, 2017, 2018)

Franskur bikarmeistari: 8 sinnum (1990, 1994, 1998, 1999, 2010, 2013, 2015, 2017)