Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Odense HC

Nú þegar það er rétt vika í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að nýliðum í Meistaradeildinni, danska liðinu Odense HC.

Það voru margir sem spáðu Odense danska meistaratitlinum á síðustu leiktíð en það gekk þó ekki eftir og þær enduðu í öðru sæti. En væntingarnar til liðsis eru ekki minnkað á þessari leiktíð ásamt því að liðið tekur þátt í Meistaradeild kvenna í fyrsta skiptið.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils:

  • Hvernig mun nýliðunum í Odense ganga?

Með 7 danska, 1 brasillíska og 1 hollenska landsliðskonu í hópnum ásamt því að vera með fyrrum landsliðsþjálfara Dana, Jan Pytlick sem þjálfara, ætti Odense að hafa ágætis möguleika á að ná langt. Í huga Lars Peter Hermansen, formanni félagsins, eru engar efasemdir um lámarks markmið.

"Það er virkilega spennandi fyrir félag eins og Odense að taka þátt í bestu handboltakeppni álfunnar. Okkar markmið eru einföld, við viljum komast uppúr riðlakeppninni. Liðið í riðlinum eru mjög góð en ég er sannfærður um að við komum til með að spila sex hörkuleiki. Okkur hlakkar mikið til að spila gegn þessum frábæru liðium fyrir framan okkar áhorfendur."

  • Hvaða þýðingu hefur það að hafa fyrrum landsliðsþjálfara Jan Pytlick sem þjálfara

Án efa mun það hjálpa liðinu mikið að hafa eins reynslu mikinn þjálfara og Jan Pytlick á bekknum og þekking hans á alþjóðlegum kvennahandbolta mun reynast félaginu vel. Alþjóðlega reynsla hans kemur ekki aðeins í gegnum landsliðið þar sem hann hefur einnig reynslu af Meistaradeildinni eftir að hann þjálfaði Vardar fyrir nokkrum árum síðan.

  • Mun koma hollenska landsliðsmarkvörðsins, Tess Wester auka möguleika liðsins?

Liðið hafði öfluga markmenn á síðustu leiktíð í þeim, Emily Stang Sando og Althea Reinhardt en þrátt fyrir það þá vildu forráðarmenn félagsins styrkja þá stöðu með því að fá Tess Wester. Reynsla hennar frá landsliðinu sem og í Meistaradeildinni á eftir að hjálpa liðinu mikið.

Sjálfstraust

Kamilla Kristensen, fyrirliði liðsis veit að þær hafa gott lið en gerir sér einnig grein fyrir að þær séu nýliðar í Meistaradeildinni.

"Markmið okkar er að komast uppúr riðlinum. Við munum nota leikina okkar til þess að þróa okkar leik og að öðlast reynslu með því að spila á móti nokkrum af bestu liðum heims. Buducnost, Metz og Larvik eru öll lið með mikla reynslu á alþjóðlegum vettfangi en ég hef mikla trú á því að við eigum góða möguleika á að vinna þau."

Kristensen hefur reynslu af Meistaradeildinni en hún hefur unnið hana þrisvar sinnum þegar hún var leikmaður Slagelse DT á árunum 2004, 2005 og 2007.

Lykilleikmaður: Stine Jørgensen

Hin reynslumikla Stine Jørgensen sem gekk til liðs við Odense frá Midtjylland árið 2017 ber mikla ábyrgð í þessu liði. Ef Odense ætlar að ná markmiðum sínum þá verður Stine Jørgensen að spila vel.

Skemmtileg staðreynd

Þrátt fyrir mikla reynslu á alþjóðlegum vettfangi þá er þetta í fyrsta skipti sem Jan Pytlick stýrir dönsku liði í Meistaradeild kvenna.

Tölfræðin segir sitt

Það að Odense hefur aðeins fengið á sig 55 mörk í þrem fyrstu leikjum liðsins í dönsku deildinni er ljóst að liðið er gríðarlega öflugt varnarlega.

Þjálfari: Jan Pytlick

Fyrirliði: Kamilla Kristensen

Komnar: Tess Wester (SG BBM Bietigheim), Sara Hald (TTH Holstebro), Ingvild Bakkerud (Skrim Kongsberg)

Farnar: Emily Sando (København Håndbold), Stine Svangaard (Le Havre), Perl van der Wissel (hætt)