Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Podravka

Nú þegar það eru aðeins 3 dagar í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að króatíska liðinu Podravka.

Podravka hefur ekki tekið þátt í Meistaradeild kvenna síðan 2016 en með tilkomu nýs þjálfara, Zlatko Saracevic og nokkrum nýjum leikmönnum tókst þeim að komast í riðlakeppnina á nýjan leik.

*Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hversu mikilvægt er það fyrir Podravka að vera komnar aftur í Meistaradeildina?

Liðið er fá litlum bæ í norður Króatíu sem heitir Koprivnica. Þessi bær hefur mikla handbolta sögu en handbolta áhuginn í bænum hefur farið minnkandi á undanförnum árum. En með nýju liði, nýjum þjálfara vilja forráðamenn Podravka vilja gera handboltann að aðalíþrótt bæjarins á nýjan leik. Ef marka má aðskóknina á leiki liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar, þar sem var fullt hús þá virðist þeim vera að takast þetta ætlunarverk sitt.

"Meistaradeild Evrópu er besta deildarkeppni álfunnar. Öll lið vilja taka þátt í henni en þeim tekst það ekki öllum. Athyglin sem fylgir því að vera í beinni útsendingu um hverja helgi er mjög mikilvæg fyrir okkar stuðingsaðila og þá sérstaklega okkar aðalstyrktaraðila", sagði Tatari Simunovic íþróttastjóri félagsins.

  • Hverjir eru möguleikar Podravka í C-riðli?

Með því að sigra forkeppnina hlaut Podravka keppnisrétt í C-riðli þar sem þær koma til með að mæta Györi ETO, Krim og Thüringer. Til þess að eiga möguleika á að komast uppúr riðlinum verða þær að ná stigum gegn slóvenska liðinu Krim og þýska liðinu Thüringer. Með hjálp stuðningsmanna er allt hægt.

Riðilinn er mjög erfiður þar sem öll liðin eru með það markmið að komast í milliriðlanna. Györ, Krim og Thüringer eru öll með mikla reynslu í Meistaradeildinni. Hinsvegar hræðumst við engann og við munum njóta að spila gegn þeim", sagði Dragica Dzono fyrirliði liðsins.

  • Hver eru markmið Podravka fyrir þetta tímabil?

Podravka tókst ekki að vinna tvöfallt í heimalandinu á síðustu leiktíð en þær misstu bikarmeistaratitilinn til Lokomotiva. Með nýjum þjálfara og mikið breyttu liði er metnaðurinn enn meiri en oft áður. Liðið ætlar sér að vinna tvöfallt í heimalandinu sem og ná inní milliriðlanna í Meistaradeildinni, sem er eitthvað sem þeim hefur ekki tekist í 10 ár.

Sjálfstraustið

Þrátt fyrir að liðið hafi ekki tekið þátt í Meistaradeildinni síðustu þrjú ár er liðið með mikið sjálfstraust eftir að hafa tekist að vinna forkeppnina á þeirra heimavelli.

"Í byrjun tímabilsins var markmið okkar að komast í Meistaradeildina en núna þegar það hefur tekist ætlum við ekki að láta staðar numið þar. Við munum berjast af öllum krafti til þess að komast í milliriðlanna", sagði Tatari Simunovic.

Lykilleikmaður: Natalia Chigirinova

Þessi rússneski leikmaður sýndi það og sannaði í forkeppninni að hún hefur getu til þess að spila í Meistaradeildinni. Hún skoraði 13 mörk í þeim tveimur leikjum og sýndi Saracevic, þjálfara liðsins að hún væri ein af leiðtogum liðsins.

Skemmtileg staðreynd

Eitt það merkilegasta við lið Podravka á þessu tímabili er koma þjálfarans Zlatko Saracevic. Hann er vel þekktur innan karla handboltans en Podravka er hans fyrsta verkefni í kvennaboltanum. Hann hefur þjálfað mörg lið og var um tíma aðstoðarþjálfari Lino Cervar með króatíska landsliðið. Eftir að hafa verið látinn fara frá Zagreb fannst honum að það væri kominn tími til að breyta til og ákvað að taka við kvennaliði Podravka.

Hvað segir tölfræðin

Þetta er 25 tímabilið sem Podravka tekur þátt í Meistaradeild kvenna en af þessum 25 skiptum þá hefur liðinu aldrei tekist að komast uppúr riðlinum.

Þjálfari: Zlatko Saracevic

Fyrirliði: Dragica Dzono

Komnar: Maria Holesova (Iuventa Mihailovce), Karyna Yezhykava (DVSC-TVP Debrecen), Natalia Chigirinova (Astrakhanochka), Jovana Risovic (Kecskemeti KSE), Selena Milosevic (Maccabi Rishon), Dejana Milosavljevic (ZRK Koka), Nikolina Zadravec (ZRK Bjelovar)

Farnar: Ivana Kapitanovic (Metz HB), Dora Krsnik (Krim Mercator), Ivana Dežić (SPR Pogon Baltica Szczecin), Marijeta Vidak (SCM Gloria Buzau), Elena Nemaskalo retired), Ana Toth (RK Tresnjevka), Magdalena Horvat (ZRK Bjelovar), Lara Pavlovic (ZRK Bjelovar)

Fyrri árangur:

Króatískur meistari: 24 sinnum (1993-2003, 2005-2013, 2015-2018)

Króatískur bikarmeistari: 23 sinnum (2003-2005, 2009-2014, 2016-2017)