Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Rostov-Don

Nú þegar það er rétt vika í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að rússneska liðinu Rostov-Don.

Það að liðið skyldi ná í Final4 í fyrsta skipti á síðustu leiktíð var mikilvægur kafli í sögu Rostov-Don. Nú þegar félagið er komið með hinn reynslumikla Ambros Martin sem þjálfara liðsins vilja þær rússnesku gera atlögu að ná í Final4 á nýjan leik. En hvort að liðið sé næginlega öflugt til þess verður að koma í ljós.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvaða áhrif munu leikmannabreytingar hafa á liðið?

Að loknu síðasta tímabili ákváðu margir af lykilleikmönnum liðsins að hverfa á braut. Leikmenn eins og Siraba Dembele, Katarina Bulatovic, Ekaterina Ilina og Alexandrina Barbosa skilja stórt skarð eftir sig. Auk þess er Ana Paula Rodrigues enn að jafna sig eftir hafa slitið hásin. Rússnesku meistararnir fengu Lois Abbingh og Polina Kuznetsova til liðs við sig en hvort að það dugi til þess að fylla þessi skörð verður að koma í ljós.

"Margir leikmenn yfirgáfu félagið sem og breytingar hafa orðið á þjálfarateyminu. Þannig við erum núna að byggja upp nýtt lið, það þarfnast tíma og þolinmæði", sagði Ambros Martin þjálfari liðsins.

  • Hvernig mun Ambros Martin breyta leikstíl liðsins?

Þessi reynslumikli spænski þjálfari leiddi Györ til fjögurra Evrópumeistaratitla á þemi sex árum sem hann var í Ungverjalandi. Hann veit að hann hugmyndarfræði virkar og hann mun reyna að breyta hlutunum í Rostov, sérstaklega varnarleik liðsins.

"Leikmennirnir kunna að sýna listir sýnar í sóknarleiknum. Hinsvegar þurfum við að bæta varnarleikinn. Við munum ekki aðeins stoppa andstæðinganna heldur einnig komast inní sendingar og ná að skora mörk úr hraðaupphlaupum. Þessi leikaðferð er áskorun fyrir liðið og við þurfum að á tökum á henni", segir Martin.

  • Getur Rostov komist í Final4 aftur?

Metnaður félagsins er enn til staðar og koma Martin Ambros er mjög lofandi fyrir félagið. En liðið gæti hikstað á leiðinni til Búdapest þar sem að eftir brotthvörf sumarsins er ljóst að liðið hefur ekki næga breidd í útilínunni, sem gæti skapað vandamál.

Iuliia Managarova, fyrirliði liðsins talar varðlega um markmið liðsins."Við ætlum að taka þetta skref fyrir skref. Við viljum bæta leik okkar og vinna alla leiki."

Lykilleikmaður: Lois Abbingh

Lois Abbingh er fyrsta hollenska handknattleikskonan til þess að spila í Rússlandi. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára þá hefur hún reynslu af því að spila í deildum utan heimalandsins, eins og Þýskalandi, Rúmeníu og Frakklandi. Þessi ákvörðun hennar að fara til Rostov frá Issy Paris er skref fram á við á hennar ferli og hún vonast til þess að hjálpa rússneska liðinu að vinna titla.

Sjálfstraust

"Að sjálfsögðu við allir sjá framfarir hjá liðinu miðað við síðustu leiktíð. En við þurfum að taka lítil skref fram á við til þess að ná stærri markmiðum í framtíðinni", segir Martin þjálfari liðsins.

Skemmtileg staðreynd

Rostov-Don er þriðja félagið sem þær systur, Polina Kuznetsova og Anna Vyakhireva spila saman í. Þær voru saman hjá Zvezda Zvenigorod (2011-14) og Astrakhanochka (2014-2016). Þær voru líka saman í landsliði Rússa sem vann gullverðlaun á Olympíuleiknum árið 2016.

Tölfræðin segir sitt

Rostov reyðir sig að mestu á rússneska leikmenn en hafa hins vegar fjóra útlendinga í hópnum. Brasilísku leikmennina Mayssa Pessoa og Ana Paula Rodrigues, úkraínsku Viktoriya Borshenko og hina hollensku Lois Abbingh.

Þjálfari: Ambros Martin

Fyrirliði: Iuliia Managarova

Komnar: Polina Kuznetsova (HC Vardar), Lois Abbingh (Issy Paris Hand)

Farnar: Siraba Dembele (Toulon Saint-Cyr Var Handball), Alexandrina Barbosa (Nantes), Katarina Bulatovic (Buducnost), Olga Bashkirova (Kuban), Ekaterina Ilina, Alexandra Stepanova, Oxana Cvirinko ( allar hættar).

Fyrri árangur

Evrópumeistari: 1 sinni EHF Cup (2017)

Rússneskur meistari: 6 sinnum (1990, 1991, 1994, 2015, 2017 og 2018)