Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Savehof

Nú þegar það eru aðeins 3 dagar í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að sænska liðinu Savehof.

Eftir árs hlé frá evrópukeppnum er Savehof komið aftur í Meistaradeildina. Eftir að hafa unnið sænska meistaratitilinn á ný er liðið ákveðið að gera sig aftur gildandi undir stjórn nýs þjálfara, Rasmus Overby.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Hvað getur Savehof afrekað í þessari endurkomu sinni?

Hanna Fogelström framkvæmdarstjóri Savehof gerir sér grein fyrir að verkefnið sé erfitt í ár en liðið er í riðli með Rostov-Don, Brest og Kaupmannahöfn.

"Öll þessi lið eru gríðarlega öflug, Rostov sem komst í Final4 í fyrra. Svo er Kaupmannahöfn með sterkt lið og það verður alvöru norðurlandaslagur þar sem við höfum 2 danska leikmenn og 2 fyrrum leikmenn Savehof spila núna með Kaupmannahöfn. Brest hafa fjárfest mikið á síðustu fjórum árum og í ár eru þær mjög sterkar. Það verður sérstaklega erfitt að ná að sigra þær á þeirra heimavelli", sagði Fogelström.

  • Hvernig mun Rasmus Overby ganga að feta í fótspor Henrik Signell?

Þetta er svo sannarlega mikil áskorun fyrir þennan 29 ára gamala dana þar sem hann er mun reynsluminni en forveri sinn. Hann þekkir félagið út og inn eftir að hafa verið að þjálfa í akademíunni.

  • Hvaða þýðingu hefur endurkoma Johönnu Ahlm fyrir liðið?

Ef henni tekst að ná sínum fyrri styrk eftir að hafa verið að glíma við hné meiðsli undanfarin tvö ár þá er ljóst að hún verður mikilvægur leikmaður fyrir liðið. Í minnsta falli mun hennar mikla reynsla hjálpa liðinu.

Sjálfstraustið

Það gera sér allir í félaginu grein fyrir hversu erfitt verkefnið er."Þetta er virkilega erfiður riðill en jafnframt mikil áskorun. Við spiluðum ekki í evrópukeppni á síðustu leiktíð og eins erum við með nýjan þjálfara þannig það verður áhugavert að sjá hvað við getum gert í Meistaradeildinni í ár. Þetta verður hins vegar mikil reynsla fyrir alla í félaginu og við munum ekki gefast upp auðveldlega", sagði Fogelström.

Linnea Pettersson fyrirliði liðsins segir verkefnið vera krefjandi."Við hefðum sennilega ekki getað fengið erfiðari riðil. Dönsku meistaranna, Rostov-Don sem spiluðu í Final4 í fyrra. Og svo Brest sem hafa fengið nokkra góða leikmenn í sumar eins og Isabelle Gulldén og Ana Gros. Hins vegar munum við gera okkar allra besta til þess að reyna að ná í stig úr þessum leikjum, sérstaklega á okkar heimavelli Partille Arena. Við munum gera þeim erfitt fyrir að ná stigum af okkur þar."

Lykilleikmaður: Christina Elm

Savehof hefur verið þekkt fyrir að vera með góða markmenn innan sinna raða. Þar á meðal hafa þær Johanna Bundsen og Filippa Idehn landsliðsmarkmenn Svíþjóðar verið í Savehof. Núna þegar þær eru horfnar á braut kemur það í hlut Christina Elm að feta í þeirra fótspor.

Skemmtileg staðreynd

Framkvæmdarstjóri félagsins, Hanna Fogelström er fædd í Partille, þaðan sem Savehof kemur. Hún vann sex meistaratitla með félaginu sem leikmaður en hún lék í stöðu hægri hornamanns.

Hvað segir tölfræðin

Af þeim sjö skiptum sem félagið hefur tekið þátt í Meistaradeildinni hefur því aðeins þrisvar sinnum tekist að komast í milliriðla.

Þjálfari: Rasmus Overby

Fyrirliði: Linnea Pettersson

Komnar: Tilda Olsson (Skövde HF), Nina Dano (Torslanda HK), Elin Karlsson (Akademíu Sävehof), Ella Frykmer (Akademíu Sävehof)

Farnar: Ida Oden (hætt), Julia Eriksson (Randers HK), Julia Walstern (Kungälvs HK), Amanda Thorp (Skara HF), Filippa Nyman (Skövde HF)

Fyrri árangur

Sænskur meistari: 13 sinnum (1993, 2000, 2006, 2007, 2009-2016, 2017)