Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Thüringer HC

Nú þegar það eru aðeins 1 dagur í það að keppni í Meistaradeild kvenna hefjist þá ætlum við að fara yfir liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að þýska liðinu Thüringer HC.

Þjálfarinn Herbert Müller gerði liðið að þýskum meisturum á síðustu leiktíð en þetta var í sjöunda skiptið sem liðið nær þeim áfanga undir hans stjórn. Liðið hefur tekið talsverðum breytingum í sumar en þrátt fyrir það vonast þær til þess að ná í milliriðlanna og að hinar ungu og efnilegu Emily Bölk og Alicia Stolle steli senunni í Meistaradeildinni.

Þrjár spruningar í upphafi tímabils

  • Getur nýja markvarðaparið fyllt skarðið sem Dinah Eckerle skildi eftir sig?

Dinah Eckerle sem var besti markvöður deildarinnar á síðustu leiktíð ákvað að færa sig um set yfir til Bietigheim. Á þessari leiktíð leggur félagið traust sitt á þær Kristy Zimmerman og Ann-Cathrin Giegerich á milli stanganna. Báðar hafa þær reynslu af spila í þýsku úrvalsdeildinni en ekki mikla alþjóðlega reynslu. Liðið mun svo hugsanlega fá þriðja möguleikann í henni reynslumiklu Jana Krause en hún mun koma tilbaka eftir 2-3 mánuði eftir handarbrot. En hún hefur jafnframt verið markmannsþjálfari liðisins.

Mun Iveta Luzumova vera óstöðvandi?

Þessi tékkneska landsliðskona var markahæst í Meistaradeildinni alveg fram að Final4. Hún var einnig markadrottning þýsku úrvalsdeildarinnar og valinn besti leikmaður deildarinnar. Nú þegar hún er orðin fyrirliði liðsins mun hún bera enn meiri ábyrgð en það hefur ekki verið að há henni í fystu leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Getur Thüringer komist í 8-liða úrslit annað árið í röð?

Það er ljóst að liðið mun ekki eiga mikla möguleika á móti Györ en á þó jafna möguleika gegn bæði Krim og Podravka. Ef liðið kemst í milliriðið þá verða verkefnin stærri því þá mæta þær liðum eins og CSM, FTC og Bietigheim. Þannig það eru líkur á því að það verði barátta á milli þessara þýskra liða um það hvort þeirra kemst í 8-liða úrslitin.

Lykilleikmaður Emily Bölk

Næstum öll stærstu lið Evrópu reyndu að fá Emily Bölk til liðs við sig í sumar en hún ákvað að vera um kyrrt í Þýskalandi. Hún spilaði sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni aðeins 16 ára gömul og aðeins tveimur árum síðar spilaði hún sinn fyrsta A-landsleik. Núna aðeins tvítug mun hún þreyta frumraun sína í Meistaradeild kvenna og er allar líkur á að það sé bara upphafið á glæstum ferli hennar í þeirri deild. En næstu tvö ár ætlar hún að einbeita sér að því að þroskast sem leikmaður og að hjálpa Thüringer.

Sjálfstraustið

Fyrir Thüringer er mikilvægt að halda sér í Meistaradeildinni."Við munum mæta ríkjandi meisturum Györ en þrátt fyrir það vonumst við eftir því að ná að komast í milliriðlanna en það er okkar stærsta markmið. Til þess að ná því þurfum við að ná að vinna heimaleikina okkar. Það er mikill heiður fyrir okkur að taka þátt í Meistaradeildinni og leikmennirnir okkar læra mikið af því að spila gegn bestu liðunum", sagði Maik Schenk framkvæmdarstjóri félagsins.

Iveta Luzumova fyrirliði liðsins tekur undir þetta hjá framkvæmdarstjóranum."Okkur leikmönnunum hlakkar alltaf til að fá að spila í Meistaradeildinni. Við viljum berjast um annað sætið í riðlinum en Györ tekur alltaf fyrsta sætið."

Skemmtileg staðreynd

Thüringer spilar heimaleiki sína ekki á sínum heimavelli þar sem hann uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru í Meistaradeildinni. Félaginu hefur þó náð að skapa skemmtilega stemmninu í þessari 2.000 manna höll en það vonast þó til þess að geta fært sig yfir í sína höll eftir að hafa endurhannað hana.

Þjálfari: Herbert Müller

Fyrirliði: Iveta Luzumova

Komnar: Emily Bölk (Buxtehude), Alicia Stolle (Blomberg), Kristy Zimmerman (Göppingen), Ann-Cathrin Giegerich (Neckarsulm), Ina Großmann (Metzingen), Jovana Sazdovska (Skopje), Krisztina Triscsuk (Kisvarda)

Farnar: Dinah Eckerle (Bietigheim), Patricia da Silva (Le Havre), Annika Niederwieser (Metzingen), Macarena Aguilar (hætt)

Fyrri árangur

Þýskur meistari: 7 sinnum (2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2018)

Þýskur bikarmeistari: 2 sinnum (2011, 2013)