Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Upphitun | Vipers

Í dag hefst keppni í Meistaradeild kvenna og við höldum áfram að kíkja á liðin sem taka þátt í keppninni í ár. Að þessu sinni er komið að norska liðinu Vipers.

Á síðustu leiktíð komst Vipers alla leið í úrslitaleikinn í EHF bikarnum eftir að hafa dottið út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þetta metnaðarfulla félag við gera betur og komast skrefi lengra í Meistaradeildinni í ár. Endurkoma miðjumannsins Mörtu Tomac, sem eru búin að vera lengi frá vegna hné meðsla eykur á bjartsýnina hjá norska liðinu.

Þrjár spurningar í upphafi tímabils

  • Getur Vipers náð inní milliriðlanna á þessari leiktíð?

Það er ekkert öruggt í þessari keppni en liðið hefur ríka ástæðu til þess að ætla það. Ekki aðeins hefur breiddin aukist hjá liðinu heldur eru leikmennirnir líka reynslunni ríkari frá því í fyrra. Með lið eins og CSM, FTC og Bietigheim í riðlinum ætti möguleikar á sæti í milliriðlum að vera raunhæfur kostur.

Þetta er líka fyrsta markmið hjá Ole Gustav Gjekstad þjálfara Vipers."við viljum komast í milliriðlanna. CSM er augljóslega eitt af sigurstranglegustu liðnum í þessari keppni enda með geysilega öflugt lið. Það er erfitt að meta getu FTC þar sem liðið hefur tekið miklum breytingum á milli ára. Bietigheim þekkjum við betur enda vorum við einnig með þeim í riðli í fyrra."

  • Hvaða áhrif hefur endurkoma Mörtu Tomac á liðið?

Að fá Tomac til baka eftir meiðsli er eins og fá nýjan leikmann fyrir liðið. Kristine Lunde Borgersen tók fram skóna á síðustu leiktíð til þess að fylla skarð Tomac. Hún gat hins vegar ekki tekið þátt í öllum leikjum liðsins og þar með vantaði gæði í liðið í fyrra.

  • Hverja fá þær í stöðu línumanns eftir að Kari Brattset yfirgaf liðið?

Þær fengu hana Hönnu Yttereng fá Byasen til að fylla það skarð. Það er ljóst að þetta verður mikil áskorun fyrir þessa 27 ára gömlu stúlku þrátt fyrir að hún hafi aðþjóðlega reynslu eftir að hafa spilað með þýska liðinu Bietigheim og ungverska liðinu Kisvardai.

Sjálfstraustið

Gjekstad þjálfari liðsins hefur ekki farið neinum grafgötum um það hver metnaður félagsins sé."Við viljum vinna alla þrjá titlana sem eru í boði í Noregi og komast í milliriðla í Meistaradeildinni. Fyrir okkur er Meistaradeildin okkar möguleiki til þess að þróast sem lið þar sem við spilum á móti bestu liðunum og bestu leikmönnunum."

Lykilleikmaður Silje Waade

Þessi 24 ára hægri skytta sem fékk sitt fyrsta tækifæri með norska landsliðinu á EM 2016 var fengin frá Byasen til þess að fylla skarð Kristin Nørstebø. Það verður spennandi að fylgjast með henni þroskast sem leikmaður undir leiðsagnar frá Linn Jørum Sulland. Ef það gengur vel mun Silje verða óstöðvandi í vetur.

Hvað segir tölfræðin

Vipers vann sinnn fyrsta meistaratitil á síðustu leiktíð eftir að hafa náð að brjóta niður 13 ára einokun Larvik.

Skemmtileg staðreynd

Ole Gustav Gjekstad er að snú aftur í Meistaradeildina eftir þriggja ára fjarveru. Síðast þegar hann þjálfaði lið í Meistaradeildinni fór hann með Larvik í úrslit keppninnar árið 2015.

Þjálfari: Ole Gustav Gjekstad

Fyrirliði: Katrine Lunde

Komnar: Henny Reistad (Stabæk), Josefine Intelhus (Stabæk), Hanna Yttereng (Byåsen), Silje Waade (Byåsen), Albertina Kassoma (Angola), Carolina Morais (Angola), Sunniva Andersen (Youth IK Våg)

Farnar: Kari Brattset (Györ), Sakura Hauge (Nykøbing Falster), Kristin Nørstebø (Tertnes), Pernille Wang Skau (Oppsal), Kristine L. Borgersen (hætt)

Fyrri árangur

Norskur meistari: 1 sinni (2018)

Norskur bikarmeistari: 1 sinni (2017)