Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Einar: Við erum einfaldlega á eftir öðrum þjóðum í líkamlegri getu

Einar Jónsson, þjálfari U20-kvennalandsliðsins í handbolta,segir það staðreynd að líkamleg geta íslenskra handknattleikskvenna sé einfaldlega ekki á pari við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við.

Einar segir ennfremur að þeir leikmenn sem skipa U20-landsliðið hafi flestir burði til að verða framtíðar A-landsliðskonur og jafnvel fara í atvinnumennsku. Það krefjist hins vegar mikillar vinnu.