Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Einar: Við þurfum massífan stuðning á morgun

Einar Jónsson, landsliðsþjálfari U20 liðsins í handbolta kvenna var heldur daufur eftir stórtap gegn Ungverjum í dag. Lokatölur urðu 39-21 fyrir Ungverja en Ísland heldur enn í vonaina að komast á HM sem haldið verður í Rússlandi næsta sumar.

Til þess að sá draumur rætist, þarf hins vegar að leggja Austurríki að velli á morgun klukkan 11:00 og Einar vill fá troðfulla stúku í Strandgötunni til að styðja við bakið á stelpunum.