Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndband: Oddur Grétarsson skoraði 11 mörk

Hornamaðurinn Oddur Grétarsson hefur farið á kostum með liði sínu, TV Emsdetten í þýsku b-deildinni í handbolta.

Oddur er búinn að rjúfa 200 marka múrinn í vetur en það gerði hann í öruggum sigri Emsdetten gegn Minden. Akureyringurinn skoraði 11 mörk í leiknum og í þessu myndbandi má sjá helstu atvik leiksins.

Fjórum sinnum sést Oddur koma boltanum í netið og þeir sem ekki hafa þolinmæði til að skoða alla leikskýrsluna, geta farið á 1:24, 3:34, 4:35 og 5:18 í myndbandinu til að sjá mörkin hans Odds.