Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Frábær tilþrif Óla Guðmunds í Meistaradeildinni

Ólafur GUðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, er heldur betur að komast á skrið eftir erfið meiðsli.

Ólafur leikur með sænska liðinu Kristianstad en liðið mætti nýverið pólska stórliðinu Kielce í b-riðli Meistaradeildarinnar.

Ólafur skoraði sjö mörk í 35-35 jafntefli en Hafnfirðingurinn var illviðráðanlegur í fyrri hálfleik, þegar hann skoraði sex af þessum sjö mörkum.

Opinber heimasíða EHF-TV setti saman bestu tilþrif kappans í þessu stórskemmtilega myndbandi.