Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Grill66 deild karla | Þróttur og Víkingur þurfa að mætast á nýjan leik

Samkvæmt heimildum SportTV hefur áfrýjunardómstóll HSÍ ákveðið að leikur Víkings og Þróttar í Grill66 deild karla skuli endurtekinn í heild sinni. Handknattleiksdeild Víkings ákvað að áfrýja dómi dómstóls HSÍ þar sem úrskurðað var að leika þyrfti síðustu 10 sekúndur leiksins á nýjan leik. En í umræddum leik átti sér stað dómaramistök eins og frægt er orðið en núna er semsagt orðið ljóst að liðin þurfa að spila aðrar 60 mínútur til þess að fá úrslit í leikinn.

Hér má sjá dóminn í heild sinni