Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Hákon Daði: "Ef þeir spila eins og í seinni hálfleik, verður þetta hörkueinvígi"

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur reynst Haukum happafengur. Hákon Daði skoraði 10 mörk í 33:24 sigri Hauka gegn Akureyri.

Hornamaðurinn segir Akureyringa erfiða viðureignar þegar varnarleikur þeirra smellur og býst við hörkueinvígi þrátt fyrir frekar þægilegan sigur í kvöld.