Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Íslenska A-landslið karla mætir í dag Svíum í fyrri vináttulandsleik liðanna og hefst leikurinn kl 17.00 að íslenskum tíma en spilað er í Kristanstad. Leikurinn er í beinni útsendingu á SportTV.
Þjóðirnar hafa mæst 14 sinnum frá árinu 2007 en í þessum leikjum hafa strákarnir okkar farið með sigur af hólmi 5 sinnum, einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli en Svíar hafa unnið 8 sinnum.
Hópurinn hjá Íslenska liðinu er eftirfarandi:
Markmenn:
Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof 29/0
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 7/0
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 61/136
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona 139/545
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad 113/207
Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Skern 24/74
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel 21/28
Haukur Þrastarsson, Selfoss 10/9
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold 35/41
Hægri skytta:
Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 5/11
Teitur Einarsson, IFK Kristianstad 16/15
Hægra horn:
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum 18/31
Viggó Kristjánsson, Leipzig 0/0
Línumenn:
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV 4/3
Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 135/155
Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske 5/14
Ýmir Örn Gíslason, Valur 31/14