Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Handbolti | Þjálfari Ungverja dæmdur í tímabundið bann

Kim Rasmussen þjálfari ungverska kvennalandsliðsins í handknattleik hefur verið dæmdur í tímabundið bann frá öllum handknattleik. Rasmussen fór mikinn á blaðamannafundi eftir leik Ungverjalands og Rúmeníu í riðlakeppni HM kvenna þar sem hann lét í ljós skoðun sína á dómurum og eftirlitsmanni leiksins. Rasmussen sakaði þar dómara of eftirlitsmann um persónulegar árásir sem og lélega dómgæslu. Stjórn IHF fór yfir málið og ákvað á fundi sínum að dæma Rasmussen í tímabundið bann þar til að siðanefn IHF væri búin að fara yfir málið en það ferli gæti tekið nokkrar vikur og þá mun koma í ljós hver endanleg niðurstaða verður. Það sem fór helst fyrir brjóstið á Rasmussen var vítadómur sem var dæmdur undir lok leiksins þar sem rúmenska liðið skoraði sigurmarkið sem varð til þess að Ungverjaland komst ekki uppúr riðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá þennan umdeilda dóm en atvikið á sér stað á ca 1.34

Kim Rasmussen sem hefur þjálfað ungverska landsliðið frá árinu 2016 hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna slaks árangurs liðsins undir hans stjórn og má telja nánast öruggt að þetta sé kornið sem fylli mælinn hjá stjórn ungverska sambandsins og ákveðið verði að segja upp samningi Danans sem þjálfara liðsins.

Hér má sjá myndband frá umræddum blaðamannafundi.

Hér má sjá klippur úr umræddum leik