Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Helle Thomsen framlengir við Molde til ársins 2020

Hin danska Helle Thomsen sem tók við þjálfun norska liðsins Molde í sumar hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2020. Thomsen tók óvænt við Molde í sumar en hún var orðuð við stærstu félög Evrópu. Samningur hennar og Molde átti að renna út núna í desember en Thomsen ákvað eins og fyrr segir að framlengja hann til 2020.

"Helle var með samning út desember 2018 en hún, leikmennirnir og félagið hafa sameiginlegan metnað til þess að byggja ofan á það sem byrjað var á nú í haust", segir í tilkynningunni frá Molde.

Helle Thomsen er einnig landsliðsþjálfari Hollands en liðið er að fara taka þátt í EM núna í desember en mótið fer fram í Frakklandi.