Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Það var dregið í dag í riðla fyrir HM kvenna sem fer fram í Japan 30.nóvember-15.desember 2019. Þetta verður í 24.skiptið sem heimsmeistaramót kvenna verður haldið og eru 24 þjóðir sem hafa þátttökurétt. Það er óhætt að segja að B-riðilinn sé sannkallaður dauðariðill en í honum eru Heims- og Evrópumeistara Frakkar ásamt Danmörku, Kóreu, Brasilíu, Þýskalandi og Ástralíu en það eru aðeins þrjú efstu liðin sem komast áfram í milliriðla. Gestgjafarnir fengu að velja sér riðil og þær ákváðu að velja D-riðil ásamt Svíþjóð, Kína, Argentínu Kongó og Ólympíumeisturum Rússum.
Hér má sjá riðlanna á HM kvenna 2019
A-riðill: Holland, Noregur, Serbía, Slóvenía, Angóla og Kúba
B-riðill: Frakkland, Danmörk, Þýskaland, Kórea, Brasilía og Ástralía
C-riðill: Rúmenía, Ungverjaland, Svartfjallaland, Spánn, Senegal og Kazakhstan
D-riðill: Rússland, Svíþjóð, Japan, Kína, Argentína og Kongó