Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

HM U-21 karla | Ísland sigraði Síle | Öll úrslit dagsins

ísland-chile.jpg

Fyrsti leikdagur á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða karla fór fram í dag en spilað var í öllum riðlum eða alls tólf leikir sem voru allir í beinni útsendingu á SportTV og SportTV2. Fyrsti leikur dagsins var leikur Íslands og Síle þar sem strákarnir okkar fóru með sigur af hólmi 26-19 eftir að hafa verið jafnt í hálfleik 10-10. Halldór Jóhann Sigfússon og hans menn í Barein töpuðu með fjórum mörkum gegn Ungverjum en með smá heppni hefðu þeir hæglega getað náð einu stigu útúr þeim leik.

Öll úrslit dagsins

A-riðill

Slóvenía 32-25 Túnis (17-14)

Serbía 21-19 Japan (9-9)

Spánn 34-13 Bandaríkin (21-5)

B-riðill

Egyptaland 44-17 Ástralía (21-6)

Frakkland 48-19 Nígería (26-9)

Svíþjóð 34-28 Kórea (16-16)

C-riðill

Króatía 23-17 Kósóvó (14-11)

Portúgal 30-35 Brasilía (11-21)

Ungverjaland 34-30 Barein (17-11)

D-riðill

Ísland 26-19 Síle (10-10)

Noregur 31-32 Danmörk (14-20)

Þýskaland 43-25 Argentína (17-16)