Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

ÍBV heldur sigurgöngu sinni áfram

ÍBV lagði Fram 30-26 í hinni árlegur Meistarakeppni HSÍ sem markar upphaf Olís deildanna í handbolta.

ÍBV er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og mætti Fram í gær þar sem Fram tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitunum síðasta vetur.

Leikið var í Eyjum og var heimamenn með frumkvæðið allan leikinn og náðu mest 10 marka forystu í leiknum. Fram klóraði í bakkann er leið að lokum leiksins en átti ekki erindi sem erfiðið gegn ógnarsterku meistaraliði ÍBV.

Olís deild karla hefst á sunnudaginn en konurnar hefja leik tæpri viku seinna.

Í árlegri spá forráðamanna félaganna er ÍBV spáð þriðja sæti og Fram því níunda en spána í heild sinni má sjá hér að neðan.

Olís karla.JPG