Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Íris Björk: Förum í klakabað og troðum Panodil í Önnu Úrsúlu

Markvörðurinn Íris BJörk Símonardóttir átti frábæran leik fyrir Gróttu í sigri liðsins gegn Haukum í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Lokatölur urðu 30-29 fyrir Gróttu eftir tvíframlengdan leik og varði Íris 26 skot, þar af fimm vítaköst! Íris Björk er full tilhlökkunar fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn og nú tekur bara við endurheimt hjá þreyttum Seltirningum.