Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Karen Helga Díönudóttir, leikmaður Hauka, er nokkuð brött fyrir viðureign liðsins gegn Íslands- og bikarmeisturum Gróttu. Haukar og Grótta eigast þá við í undanúrslitum Coca-Cola bikararsins en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fylkir og Stjarnan. Leikirnir fara fram á fimmtudagskvöld.
Karen Helga segir spennandi viðureign framundan og segist jafnframt hafa viljað fá Gróttu. Leikstjórnandinn snjalli glotti reyndar við tönn þegar hún hélt þessu fram.