Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Stefán þjálfari Fram tók klassískt kerfi þar sem einn útileikmaður sendir "lélega" sendingu í átt að ritaraborði en þá kemur markmaðurinn inná og nær að senda boltann á línumann sem fiskar víti og mann útaf. Stefán sagði að hann hefði notað þetta kerfi nokkuð en þyrfti núna að hvíla það vegna þess að SportTV eru búin að eyðileggja það.