Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Kunnugleg andlit sem gerðu jafntefli við Frakka 2002

Dagur Sigurðsson þjálfari Þýskalands, Patrekur Jóhannesson þjálfari Austurríkis, Aron Kristjánsson þjálfari Íslands léku allir með íslenska landsliðinu sem gerði jafntefli við Frakkland 26-26 á Evrópumeistaramótinu 2002.

Guðmundur Guðmundsson þjálfari Danmerkur þjálfaði íslenska liðið og Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV lék með liðinu en hann lýsir leiknum við Frakka á eftir í sjónvarpinu.