Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Matti: "Fer ekki yfir miðju í þessu einvígi"

Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka er frægur fyrir sinn góða varnarleik og mun, að sögn, ekki fara yfir miðju til að taka þátt í sókn Íslandsmeistarana í einvíginu gegn Aftureldingu.

Matti er auðvitað ekki sáttur við að missa leikstjórndandann sterka, Tjörva Þorgeirsson út vegna meiðsla en bendir á að Haukar kunni að vinna titla og það sé akkúrat það sem þeir ætli sér í ár.